Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 105
105
lof'um í landinu.* 1 En á veldi goðanna, goðorðunum,
er svo voru nefnd, var sá hængur, að þau mátti af-
henda til annara manna, eptir því sem eigendum
þeirra líkaði bezt. Þó varð ekki mein að þessu
lengi framan at, en í lok 12. aldar fór mjög að
brydda á því, að ríkir höfðingjar og metorðagjarnir
reyndu að ná sem flestum goðorðum undir sig; gátu
þeir gert það á ýmsan hátt, því að goðorðin mátti
selja og gefa, og menn gátu eignazt þau að erið og
við kvonfang. Þannig atvikaðist það, einkum við
vensl, að nokkrir helztu höfðingjarnir fengu náð
flestum goðorðunum undir sig og yfirráðin kofnust í
þeirra hendur. En með þessari breytiugu hvarf það
jafnvægi, sem hafði frá upphafi verið meðal höfð-
ingjanna, og hindrað hafði, að nokkur þeirra gæti
vaðið uppi með ofbeldi og ofsa, og brotið aðra und-
ir sig. A meðan jafnvægið hjelzt, voru ávallt nógu
margir menn til, sem gátu haldið hverjum þeim í
skefjum, sem sýndi mikinn yfirgang. Öðru vísi varð
þetta, er öll yfirráðin komust í hendur á 6 til 10
helztu ættunum eða höfðingjunum í landinu, því að
þá þurfti eigi annað, en að tveir eða þrír af þeim
gerðu sarnband sín á milli, eða tengdust saman.
Þeir urðu þá miklu ríkari en aðrir menn, og mátti
þá varla reisa r'önd við þeim. En þá kom annar
ókbsturinn á stjórnarskipmr iandsins í ljós, en hann
var sá, að engin allsherjar framkvœmdarstjórn var
til i landinu sjálfu, er gæii haldiö höfðingjum þess-
um í skefjum innan vjebanda laganna.
A Sturlungaöldinni voru það einkum höfðingjar
1) Um þetta má lesa ítarlegar í ritgjörð eftir mig nm alþingi
i fornöld og eptir að landið kom undir konung; sjá Þrjár rit-
gjörðir. Kmhöfn 1892, bls. 56—92.