Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 233
233
»Fyrir sjáifleikann hreinsar maður sjálfan sig«.
»Hreinleiki og óhreinleiki tilheyrir manni sjálf-
um; enginn má annan hreínsa (o: réttlæta)«.
»Þú hlýtur sjálfur að leggja hart á þig. Búdd-
ar eru prédikarar, og eigi annað>)«.
»Karma«, sagði samaninn, »er ekki verk Is-
vöru, né Brama, né Indra, eða annara guða. Karma
er útkoman af athöfnum vorum. Breytni mín er
móðurlífið, sem ber mig og fóstrar; hún er arfurinn,
sem mér er úthlutaður; hún er bölvan misgjörða
minna, eða blessan minna réttvísu athafna. Verk
min er uppsprettan, sem min sáluhjálp kemur frá«.
Pandú flutti fé sitt og gersemar heim til Kásjambí.
Neytti hann þeirra auðæfa, er hann aptur fann á
svo óvæntan hátt, með miklum hyggindum, oggjörð-
ist hann nú ríkari og meiri höfðingi en hann áður
hafði verið. Og er hann lá á banasæng sinni, kall-
aði hann að sæng sinni börn sín og barnabörn, og
mælti svo:
»Börn mín góð, kennið aldrei öðrum ykkareigið
ólán og auðnuskort. Leitið heldur orsakanna í ykk-
ar eigin fari. Munuð þið og finna þær ef þið eruð
eigi blind sakir hégómaskapar, og rata síðan á rétt-
ari götu. Bót ykkar böls býr ávalt í ykkur sjálf-
um. Látið hulu Maju aldrei blinda ykkar andans
augu, og munið þau orð, sem eg hefi haft fyrir reglu
í mínu lífi:
»Sá, sem annan skaðar, skaðar sjálfan sig«.
»Sá, sem öðrum hjálpar, eflir sína velgengni*.
»Forðist sjálfleikans sjónhverfingar«.
1) Tekið úr Darmapada, svo og ö'ðrum ritninguin Búdda-
manna.