Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 146
146
Sigmundarsonar, sem áður er nefndur, fór einnig
utan þetta sumar; getur verið að hann hafi farið ut-
an sökum utanstefnu konurigs, þótt engar sönnur
sjeu fyrir því. En eigi er getið utanterða annara
goðorðsmanna það ár; aptur á móti er skýrt frá
því i Skálholtsannál,1 2 að mörg rit hafi komið til ís-
lands og þeim hafi verið lítið haldið uppi; mun það
lúta að þvi, að menn hafi eigi sinnt þeim mikið.
Því miður er nú ekkert til af brjefum þessum, og
því er eigi kunnugt hvernig þeir konungur hafa
rökstutt utanstetnur sínar, nje hvernig hann hafi
talið sig hafa rjett til þess, því að fæstir goðar á
Islandi voru handgengnir konungi eða hirðmenn
hans. Munch ætlar, að frásögn Urækju af ófriði og
yfirgangi Sturlu hafi einkum verið þess valdandi, að
þeir konungur stefndu goðorðsmönnum utan,8 og er
líklegt að nokkuð sje hæft í því. Noregshöfðingjar
sáu nefnilega, að nú var tækifæri til þess að takaí
taumana, er fjandskapur og barátta var orðin meiri
í landinu sjálfu, en nokkru sinni áður. Þeir gátu
því gert sjer von um, að goðarnir mundu miklu
fremur koma á sinn fund en ella, af því að ýmsum
þeirra var hætta búin af Sturlu, og ekki væri von-
laust um nokkuð traust þar sera þeir konungur voru.
Auk þess var ýmislegt, sem virtist benda á
það, að nú væri tækifæri til þess að blanda sjer í
mál manna á Islandi.
Þá er hingað er komið sögunni, var Guðmund-
ur ^rason orðiun gamall og hrumur. Til þess að
hepta yfirreiðir hans og útaustur á góssi staðarins,
hafði Kolbeinn ungi hann því nær í þrjú ár í gæzlu-
1) Ann. V.
2) Det norske Folks Hist, IV, 926.