Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 24
24
og skýrskota til reynslu als siðaðs heims — það
segi eg sé að ganga sjálfur, og kenna öðrum að
ganga með sér, glapstig þess athugaleysis er fjarri
skyldi vera þeim, er vitleg og varúðleg áhrif vill
hafa á kenslumál. Eg tek eigi of stórt til orða hér,
því að dæmi Noregs, þar sem enginn getur tekið
prestlegt embættispróf við báskólann, nema sá, sem
les og skilr latínu og grísku, lenti á íslandi við þá
niðrstöðu, að enginn heimalærðr prestr vissi orð í
sinn háls í þessum málum eftir afnám þeirra í
Rvikrskóla,
Það er als ekki verkefni Rvíkrskóla, ad búa
unglinga undir sérstaka stöðu, sérstök embætti það;
gera hinar sérstöku mentastofnanir og háskólinn,
sem þá taka við, er skólanámi lýkr. Þetta er ekki
fyrirkomulag, sem einkennir fsland eitt; það gengr
um allan siðaðan mannheim á vestrlöndum og hefir
gefizt vel, eins og margra hundraða ára reynsla
sannar. Hafa menn athugað það, hvar það mundi
lenda, að undirbúningsskóli kenni sumum piltum til
embætta, sumum ekki ?
Eg sé það reyndar, að Prófessor Gertz heldr
því framm, að sú skoðun hafi haldizt »alt of lengi,
og verið alt of rik, að lærðu skólarnir ættu aðallega
að vera undirbúningr undir baskólanám og frekari(!)
vísindaiðkanir«. Hvað sé að langlífi og ríki þessar-
ar skoðunar segir prófessorinn ekki; enn hann setr
upp þá »ómótmælanlegu meginreglu að tikólarnir
verða fyret og frern-st að kenna það, sem er nauðsyn-
legt, til þess að geta skilib (hvað? skólarnir?) vort
eigið nútíðarlíf og tekið þátt í þvi«.1 Enn eiga ekki
háskólarnir að kenna þettalíka? Getr nokkur skóli
1 Helti hugsunarinuar hér stafar víst ekki frá frumhöfundi.