Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 151
151
við þá eitthvað um biskupskosningar þessar, þá
hefur það verið ( þá átt, að sýna þeim og sanna,
að hann og kórsbræður ættu eptir guðs lögum að
kjósa biskupa, en leikmenn hefðu alls engan rjett
til þess.
Jón Sigurðsson hefur talið það líklegast, að ís-
lenzku höfðingjarnir, er voru i Noregi, hafi verið
hafðir í ráðum með um biskupskosninguna, og »hafi
þeim litizt svo á, sem engin hætta væri í að hafa
biskupa norræna, heldur mundi það öllu fremur
vera ýmsum kostum búið, og mundu þessir hinir
utlendu menn verða öllu óráðríkari og óágengari
við höfðingja heldur en innlendir biskupar®, enda
hefðu þeir miklu minna bolmagn við höfðingjum,
þar eð þeir hefðu engar ættarstoðir í landinu, »mundi
þetta því vera gott ráð til að koma aptur á rjettan
stofn höfðingjavaldi þ\d, sem áður hafði verið, en
var lækkað eigi alllítið fyrir biskupsvaldinu*1 Ut
af þessu hefur piófessor J. E. Sars látið í ljósi, að
eigi sje mjög sennilegt, að fslenzkir höfðingjar hafi
komizt að þeirri ályktun, að það væri hagur fyrir
þá, að biskupserrbættin væru skipuð útlendingum,
og enn siður að því, að það hafi lækkað höfðingja
valdið, að menn úr þeirra hóp hefðu verið gerðir
biskupar,2 og er þetta hverju orði sannara. Jón
Sigurðsson hefur eigi getið rjett til með þetta. En
i annan stað getur Sars þess, að eigi þurfi að ætla,
að erkibiskupinn hafi farið roeð erindi Noregskon-
ungs, er hann skipaði norska biskupa á Islandi og
að hann hafi getað gert það einungis vegna hags-
muna kirkjunnar. Þetta er rjett að því leyti, að
1) Dipl. I, 427.
2) Den norske historie II, 252 nm.