Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 5
5
menn að frostið dræpi plönturnar. Þessi skýring
hefui ekki reynst rétt. Með tilraunum hafa menn
fundið að frostið sprengir ekki fruraurnar, og nálega
enginn, sem annars hefur rannsakað frosnar plöntur,
hefur sjeð sprengdar frumur. Að fruman frjósi með
öllu, sem upprunalega var í henni, er ekki heldur
alveg rjett, þó getur það komið fyrir ef hún frýs
snögglega; hið venjulegasta er, eins og tekið hefur
verið fram, að mikið af vatninu fer úr frumunni og
frýs fyrst fyrir utan hana. Fleira mætti taka fram
til að hrekja þessa skoðun, en það, er nú hefur verið
sagt, nægir. Þó hið frosna vatn sprengi ekki sjálf-
ar frutnurnar, þá aðskilur það oft eitt frumulagið frá
öðru, sjerstaklega kemur það oft fyrir að 2 eða 3
ystu lögin losna frá innri lögunum. Er slíkt ofur
eðlilegt, er þess er gætt, að vatnið frýs í bilunum
á milli frumanna. Sjeu þessi millibil full af' vatni,
hljóta lögin að losna sundur, er vatnið frýs, af því
að rúmtak þess veiður meira. Þessar svokölluðu
»frostrifur« sjást aðeins i smásjá. A Islandi hef eg
sjeð þær i ýmsum plöntum en einna oftast í lamba-
blóminu (Silene acaulis).
Hvernig á því stendur að plönturnar þola frostið,
vita menn ekki, en reynslan sýnir að þær gjöra það. Þó
að plöntur getiekki varist frosti í miklum kulda, má
nefnaýmislegt, semer þeim til hlítðar gagnvart snögg-
um umskiftum, en þau eru eins og sagt hefur verið,
hættulegust fyrir þær. Til hlíf'ðar fyrir plönturn-
ar er þvf alt, sem dregur úr áhrifum hinna snöggu
veðráttubreytinga, allur sá útbúnaður, er leiðir illa
hita. Slíkur útbúnaður er sumpart á plöntunni sjálfri,
svo sem kork (í berkinum), hár, hlífarblöð o. fi.
sumpart er hann snjólag, er hvílir yfir gróðrinum,
eða visin blöð, er hlífa hinum lifandi blöðum. Auk