Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Page 5

Tölvumál - 01.04.1995, Page 5
Apríl 1995 Upplýsingatækni í sjávarútvegi á Islandi Frá rannsóknum til raunveruleika Eftir Pál Jensson Inngangur Fáum dylst mikilvægi sjávar- útvegs fyrir Islendinga. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjómvalda í áratugi um eflingu annars útflutnings- iðnaðar eru sjávarafurðir enn yfir 75% af vöruútflutningi landsins. Það er því ljóst að hagræðing og tæknivæðing í sjávarútvegi ætti að njóta forgangs sem og viðleitni til að þróa nýjar útflutningsgreinar. í þeim efnum beinist athyglin fljótt að upplýsingatækninni. Þar hefur vöxtur verið ör hjá nágranna- þjóðum okkar og ekkert lát á nýjum hugmyndum og tækifærum. Upplýsingatækninni má til hagræðis skipta í þrjá meginþætti: Fjarskipti, rafeindatækni og hug- búnað. Hér verður einkum fjallað um tvo síðast nefndu þættina. Reynt verður að bregða upp mynd- um er lýsa þróun og stöðu upp- lýsingatækni á sviði sjávarútvegs hér á landi. Sérstaklega verður gerð grein fyrir þátttöku Háskóla Islands í þessari þróun og tengslum rannsókna og raunveruleikans, en með því orðalagi er hér átt við hagnýtingu tækninnar. Reyndar er í þessu sambandi gjarnan talað um “hina nýju upp- lýsingatækni”, og einkennist hún framar öðru af tilkomu tölvunnar fyrir rúmum 40 árum. Hingað barst þessi tækni fyrir réttum 30 árum þegar Háskólinn og Skýrslu- vélar ríkisins fá fyrstu tölvur til landsins. í heimildum[l] og[2] er almenn umíjöllun um stöðu og þróun hinnar nýju upplýsingatækni hér á landi og rannsókna- og þró- unarstarfs á því sviði. Fyrstu verkefni tölva hérlendis voru á sviði rannsókna og verk- fræðilegra útreikninga annars vegar og opinberrar stjórnsýslu hins vegar. Einnig fóru nokkur stór fyrirtæki að nýta hina nýju tækni einkum við íjárhagsbókhald og launareikninga. Meðal annarra hugbúnaðarkerfa hjá fyrirtækjum má nefna sölu- og reikningakerfi, viðskiptamannabókhald og birgða- skráningu. Hugbúnaðurfyrir fiskvinnslu Tölvuvæðing fyrirtækja í fisk- vinnslu hófst af alvöru fyrir rúm- lega 20 árum. Frystihúsin höfðu og hafa enn að hluta til svipaðar þarfir og önnur fyrirtæki fyrir ofangreind kerfi. En að einu leyti höfðu þau sérstakar þarfir. Á þessum tíma voru í allflestum frystihúsum hér á landi tekin í notkun afkastahvetj- andi launakerfi, svonefnd bónus- kerfi. Þetta var ekki hópbónus eins og nú tíðkast víða, heldur varð að skrá afköst og jafnvel einnig nýt- ingu hjá hverjum einstökum starfs- manni í salnum. Þessar sérstöku þarfir fyrir skráningu eru meðal helstu ástæðna þess að fiskvinnslan tók tiltölulega snemma að nýta upplýs- ingatæknina. Ur tölvunum fengu stjórnendur upplýsingar sem hefði líklega ekki verið safnað ef ekki hefði verið vegna bónuskerfanna. Þeir gátu meðal annars reiknað framlegð einstakra afúrða og fram- leiðslulota nokkuð nákvæmlega. Þetta virðist t.d. ekki hafa verið hægt í Noregi á þessum tíma og líklega þó víðar væri leitað. Ráðgjafa- og tölvufyrirtæki eins og Rekstartækni hf. þróuðu bæði bónuskerfi og framlegðar- kerfi og héldu námskeið í notkun þessara kerfa. Síðar bættust fleiri tölvufyrirtæki í hóp þeirra sem bjóða margvíslegar hugbúnaðar- lausnir fyrir fiskvinnslu og má nefna Tæknival/Hugtak hf. og Streng hf. í því sambandi. Framleiðslustjórnun Það er athyglisvert að á þessum árum lærðist mönnum að greina flöskuhálsana í framleiðslunni og miða ákvarðanir og stjórnun vinnslunnar við þá. Reiknuð var í tölvum framlegð á hráefniskíló annars vegar og á manntíma hins vegar, enda getur hráefnið stundum verið flöskuháls en mannafli á öðrum tímum. Það er ekki fyrr en löngu síðar að svonefndar OPT (Optimized Production Technol- ogy) kenningar birtast í tímaritum og bókum um framleiðslufræði en þar er einmitt lögð áhersla á grein- ingu flöskuhálsa og stjómun m.t.t. þeirra. í kringum 1980 hófst samstarf Háskólans, eða nánar tiltekið Vélaverkfræðiskorar (undirritaðs og Péturs K. Maack), við m.a. Samfrost hf. í Vestmannaeyjum og síðar við Framleiðni sf., sem var dótturfyrirtæki SÍS, um rannsóknir á framleiðslustjómun í frystihúsum og þróun bestunarlíkans af pakkn- ingavali, sjá [3] og [4]. Þá varð ýmislegt ljósara um notkun hugtak- Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.