Tölvumál - 01.04.1995, Page 7
Apríl 1995
hluta til líkt kerfum sem í dag
ganga undir nafninu “video-plot-
ter”, en að hluta til hagrænir út-
reikningar, svo sem samanburður
á framlegð mismunandi valkosta í
rekstri fiskiskipa, sjá [ 13] og[14].
Tölvan fór í reynslutúr með togara
og þótti lofa góðu. Ekki fékkst þó
neinn til að heija fullþróun og sölu
á þessum tírna.
Örfáum árum síðar kom áþekkt
kerfí á markað frá Frakklandi. Það
heitir Macsea og er íslenskt fyrir-
tæki, Radiómiðun hf. nú meðeig-
andi og seljandi þess. Annað svip-
að kerfí sem selt er hér má nefna
en það heitir Marbendill og er það
íslenskt.
Mörg fleiri verkefni um borð í
fiskiskipum hafa nú verið tölvu-
vædd. Taka má sem dæmi við-
haldskerfi, birgðaskráningu neta-
varahluta, vélgæslukerfi, togvindu-
stýringar og olíueyðslumælingar.
Þá hafa verið settar fram hug-
myndir um og þróuð kerfi fyrir
staðsetningar, tilkynningaskyldu
og gagnasendingar milli skips og
lands annars vegar hjá Kerfisverk-
fræðistofu Háskólans, sjá [15] og
[16], og hins vegar á vegum þró-
unarfyrirtækisins Fangs hf. Rann-
sóknir hafa verið gerðar á rekstri
frystitogara og hugmyndir settar
fram um stoðkerfi íyrir ákvarðana-
töku (Decision Support Systems)
m.a. um vinnslu, svo og fyrir
ákvarðanatöku um samhæfingu
veiða og vinnslu, sjá [17] og [18].
Um borð í fiskiskipum stefnir í
sama vandamál og í frystihúsum.
Tölvum og hugbúnaðarkerfum
íjölgar en án samhæfmgar og
möguleika á beinum gagnasam-
skiptum. Brú í nýjum togara ein-
kennist af fjölda tölvuskjáa með
ólíkum ásjónum.
Nýlokið er Eureka verkefni sem
nefnt var HALIOS-VIS (Vessel
Information Systems).
Markmið verkefnisins var að
hanna og þróa heildarkerfi, sem
myndað gæti ramma um margvís-
lega tölvunotkun um borð í fiski-
skipum. Tekið var mið af “frysti-
togara framtíðarinnar” og eftir-
farandi upplýsingakerfi greind:
Skipstjómarkerfi
BIS Bridge Infonnation System
Rekstrarkerfi
MIS Management Information
System
Vélgæslukerfi
EIS Engine Infonnation System
Veiðarfærakerfi
GIS Gear Information System
Vinnslukerfi
PIS Processing Information
System
Samskiptakerfi
CIS Communication Informa-
tion System
Öryggiskerfí
SIS Safety Information System
Siglingakerfí
NIS Navigation Information
System
Hannað var heilstætt netkerfi,
sem gerir ráð fyrir ofangreindum
sérkerfum, bæði hugbúnaði, tölv-
um og öðrum búnaði, og annast
samskipti milli kerfanna á raun-
tímagögnum og öðrum upplýs-
ingum. Háskólinn (undirritaður,
Rögnvaldur Ólafsson, Oddur
Benediktsson o.fl.) var aðili að
þessu verkefni, sem lauk með því
að nokkur fyrirtæki stofnuðu með
sér fyrirtækjanet um framhald
málsins, sjá [19].
Lokaorö
Hér hefur verið stiklað á stóru
hvað varðar hagnýtingu upplýs-
ingatækni í sjávarútvegi á íslandi
og er alls ekki um tæmandi um-
fjöllun að ræða. Nefnd hafa verið
dæmi um ferli hugmynda frá rann-
sóknastigi til raunveruleika, þ.e. til
framleiðslu og sölu. Þessi dæmi
sýna virk tengsl Háskóla íslands
við þessa mikilvægustu atvinnu-
grein þjóðarinnar. Líklega eru fáir
háskólar í heiminum í jafn góðu
sambandi við atvinnulífið eins og
hér. Þar hefur smæð örríkisins sitt
að segja en einnig skipta áherslur í
rannsóknum og þróunarstarfi
miklu.
Ljóst er að þekking er fyrir
hendi hér á landi, bæði á viðfangs-
efninu og þörfum atvinnugreinar-
innar og einnig á nauðsynlegri
tækni og fræðilegum aðferðum.
Markaðurinn er nálægur og í flest-
um tilvikum nýjungagjarn og
kröfuharður. Vandamálin eru oft
skortur á samvinnu fyrirtækja eða
að stór og öflug fyrirtæki vantar.
Einnig virðist sem þeir, er stjórna
aðgangi að áhættufé, vilji helst ekki
taka mjög mikla áhættu.
Við stefnumótun í rannsóknum
og þróunarstarfí á Islandi hlýtur
athyglin að beinast að upplýsinga-
tækni í sjávarútvegi. Slíkt þjónar
tvíþættum tilgangi. Annars vegar
stuðlar það að aukinni tæknivæð-
ingu í mikilvægustu atvinnugrein
landsins. Hins vegar opnar það
leiðir fyrir nýjar útflutningsgreinar,
ekki síst á sviði hugbúnaðar, sjá
[20]. Það er í góðu samræmi við
ímynd íslands að seljatæknibúnað
fyrir sjávarútveg. Og hvað er eðli-
legra val á markaðshorni ef við
ætlum á annað borð að hasla okkur
völl meðal annarra þjóða á sviði
upplýsingatækni og hagnýtingu
hennar?
Páll Jensson er prófessor
í rekstrarverkfrœði við
vélaverkfrœðiskor Há-
skóla Islands.
Heimildir
1. Páll Jensson (ristjóri): Tölvu- og
upplýsingatækni á íslandi. Skýrsla
Rannsóknaráðs ríkisins nr. 2 1986.
2. Páll Jensson: Upplýsingatækni og nýting
hennar. í Upplýsingar eru auðiind:
Greinar um upplýsingastarfsemi í þágu
vísinda og mennta. Samstarfsnefnd um
upplýsingamál 1990.
3. Pétur K. Maack og Páll Jensson: Kostn-
aðarhugtök við val á vinnsluleiðum i
frystihúsi. Skýrsla Verkfræðistofnunar
Háskóla íslands 1985.
Frh. á nœstu síðu.
Tölvumál - 7