Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Side 15

Tölvumál - 01.04.1995, Side 15
Apríl 1995 Framleiðslustýring Þegar tekin er ákvörðun um framleiðslu og hráefniskaup er not- að þekkingarkerfi, sem tengst getur fiskmörkuðum. Þetta kerfi hefur upplýsingar um pantanir og mark- aðshorfur. Einnig eru byggðir inn í það vinnslustaðlar fyrir einstakar afurðir og forsendur fyrir fram- legðarútreikning og afkastagetu. Kerfið getur metið hráefni mið- að við þær upplýsingar, sem fyrir liggja og jafnvel gert boð í hráefni á fiskmarkaði, ef því er að skipta. Þá er tekið mið af þeirri framlegð, sem ásættanleg er, að teknu tilliti til verðs og markaðshorfa. Fyrir hráefnislager getur kerfið, út frá upplýsingum um hráefnið, ákvarðað hvaða afurðir má fram- leiða og hvað sé hagkvæmast mið- að við verð og markaðshorfur. Mynd 2. Hússtjórnarkerfi Hússtjórnarkerfí tengist öllum tækjum í vinnsluferlinu og gerir kleift að sjá á myndrænan hátt hús- næði, staðsetningutækja, ástand á hverjum áhættustað og annað sem máli skiptir. Kerfið gerir kleift að stýra tækjum og grípa inn í, þegar ákveðnir þættir fara út fyrir skil- greind mörk og jafnvel gera það sjálfvirkt. Birgðahald Þegar vara er fullunnin er hún merkt strikamerki, eins og áður var getið. Jafnframt þarf að strika- merkja flutningseiningar (bretti) og tengja þær framleiðslueiningar- númerum. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að skipa út vörunni eftir framleiðslutíma. Daglega eru sendar upplýsingar um framleiðslu til sölusamtaka, bæði hversu mikið hefur verið framleitt og hversu margar flutn- ingseiningar hafa verið fylltar þann daginn. Með þeim upplýsingum fylgja gæðaupplýsingar um fram- leiðslueiningar í viðkomandi flutn- ingseiningu. Allar tilfærslur á flutningseiningunni eru skráðar og þannig er hægt að vita ná- kvæmlega hvar hver einstök eining er á hverjum tíma. Afskipanir Þegar gámar eru hlaðnir eða vöru er ekið frá framleiðanda eru upplýsingar um flutningseiningar sendar söluaðila. Ef um gáma er að ræða, er staðsetning flutn- ingseininga í gámnum skráð og því hægt að kalla upp mynd af gámnum, þar sem hleðsla hans sést ná- kvæmlega. í hverjum gámi er síriti, sem safnar upplýsingum um hita- stig í gámnum og skilar þeim inn í gæðakerfíð. Gámar eru hlaðnir eftir fyrir- mælum, sem berast vélrænt, frá kaupendum eða sölusamtökum og er hægt að prenta út hleðsluplan, þar sem fram kemur hvar setja á hverja flutningseiningu.Þegar vara berst til útflutningshafnar, er henni annað hvort skipað beint út eða sett í geymslu. Geymslukerfið heldur utan um einstakar flutningseining- ar og staðsetningu þeirra. Söluaðilar Afurða- og birgðakerfi Inngangur Þetta kerfi hefur þann tilgang að halda utan um allar upplýsingar er varða afurðir eins og lýsingu, framlegðarforsendur, kassamiða, framleiðslu, birgðir, staðsetningu þeirra, verðlista o. fl. Framleiðendur geta haft aðgang að upplýsingum í þessu kerfí, en það á eingöngu við sameiginlegar upplýsingar, sem þó er hægt að takmarka aðgang að, og upplýs- ingum um eigin birgðir, staðsetn- ingu þeirra, stöðu og framleiðslu. Afurðaupplýsingar I þessum hluta fer fram skrán- ing upplýsinga um pakkningu, þar með taldar upplýsingar fyrir miða. Hægt er að tengja pakkningu við þau vörunúmer á umbúðalager, sem notuð eru til að pakka viðkom- andi vöru. Jafnframt er hægt að geyma myndir af pakkningu og tengja vinnsluleiðbeiningar við pakkningalýsinguna, og einnig má sjá pökkun á margmiðlunarformi. í kerfinu er möguleiki á HACCP greiningu, þar sem not- andinn er leiddur áfram af kerfmu við þá vinnu og þessi greining er síðan tengd vinnslustöðlum. Hægt er að mynda skrár fyrir miðaprentara, sem síðan má senda sjálfkrafa til valinna framleiðenda. Framleiðendur geta sótt miða fyrir tilteknar pakkningar hafi þeir að- gang að viðkomandi pakkningu, auk annarra upplýsinga, eins og framlegðarupplýsinga og vinnslu- leiðbeininga. Bein tenging er við framlegðar- kerfi, þannig að hægt er að skrá upplýsingar fyrir það kerfi jafn- Tölvumál - 15

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.