Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Síða 17

Tölvumál - 01.04.1995, Síða 17
Apríl 1995 óðum og pakkningar eru stofnaðar. Jafnframt er bein tenging úr fram- legðarkerfi í umbúðaverð gegnum pakkningaskrá í verðskrá umbúða- lagers. Skráning verðlista Söluskrifstofur geta skráð verð- lista inn í kerfið og sér það þá um að reikna út skilaverð, verðsetn- ingarverð o.fl. Þessar upplýsingar er síðan hægt að senda beint til framleiðenda. Framleiðsluskráning Skráning framleiðslu er vélræn, þar sem því verður við komið. Gef- inn er kostur á skráningu bretta- númera. Framleiðsluskráning er daglega send sölusamtökum, ef þess er óskað og er þá hægt að fylgjast með því hverjir hafa gefið upp framleiðslu. Framleiðsluskráning Birgðaskráning gefur mögu- leika á skráningu brettanúmera, staðsetningu birgða og hleðslu gáma. Mögulegt er að meðhöndla blönduð bretti, brjóta upp bretti og sameina bretti. Hægt er að skrá birgðatilfærslur með vísun I bretta- númer eða heila gáma. Hægt er að halda utan um birgðir erlendis og útbúa reikninga og önnur skjöl fyrir afgreiðslur, sem gerðar eru úr þeim birgðum. Flutningur birgða Allar hreyfingar birgða eru skráðar og hægt er að tengja til- teknar birgðaeiningar pöntunum á hvaða stigi sem er. Þannig er hægt að sjá um leið og framleiðandi hefur skipað vör- um um borð í strandflutningaskip og koma þá boð til viðkomandi afskipunarstjóra, sem getur ákveð- ið að viðkomandi vörur eigi að fara til afgreiðslu á tiltekinni pöntun eða eingöngu til söfnunar. Allar þessar upplýsingar eru aðgengilegar söluskrifstofum jafnóðum og framleiðandi getur jafnframt séð stöðu eigin birgða. Pantanakerfi Inngangur Pantanir eru meðhöndlaðar á tveimur stigum. I fyrsta lagi er skráning og í öðru lagi staðfesting. Mögulegt er að skrá tilboð sérstak- lega og jafnframt er til ferli, sem gerir kleift að breyta þeim í pant- anir. Skráning pantana Hægt er að skrá pöntun hvar sem er í sölunetinu. Þannig er hægt að skrá pöntun á viðkomandi söluskrifstofu og kerfíð sér um að senda pöntunina til aðalskrifstofu og þarf þá ekki að skrá hana aftur. Þegar pöntun er skráð er hægt að athuga fyrri sölur og verð, at- huga hvaða skilaverð viðkomandi sala gefúr og framlegð. Skilaverðs- og framlegðarforsendum (hráefnis- verð, flutningskostnaður) verður hægt að breyta til að skoða áhrif breyttra forsenda. Staðfesting pantana Þegar pantanir berast, eru þeir aðilar sem staðfesta þurfa pöntun, látnir vita og geta þeir kallað óstað- festar pantanir fram og meðhöndl- að þær. Sömu möguleikar eru á að skoða fyrri sölur, skilaverð og framlegð og lýst var hér að ofan. Þegar pöntun er staðfest er hægt að skoða stöðu birgða í viðkom- andi afurð, staðsetningu o.fl. Jafn- framt er hægt að sjá hvað annað á að fara í viðkomandi viku til kaup- andans, hvað fara á af afurðinni, hvað hefur verið bókað o.sv.frv. Þegar afgreiðslu er lokið er send sjálfkrafa staðfesting eða synjun til viðkomandi söluaðila um netið og einnig til kaupanda á því formi, sem óskað er eftir (fax, tölvupóstur, EDIFACT). Jafnframt eru send sjálfvirk boð til við- komandi framleiðslustjóra, ef skrá þarf samninga við framleiðendur. Boð eru send til afskipunar- stjóra um staðfestingu pöntunar og getur hann þá gert athugasemdir og eru þær þá sendar sjálfvirkt til þess aðila, sem staðfesti pöntunina, sem getur síðan breytt henni eða gert aðrar athugasemdir og sent þær sjálfkrafa til kaupanda, sölu- skrifstofu eða annarra. Skráning samninga um framleiðslu Hægt er að skrá samninga um framleiðslu og sér kerfið um að senda samninga vélrænt til fram- leiðenda og síðan berst staðfesting framleiðenda á viðkomandi samn- ingi vélrænt. Kerfíð heldur síðan utan um stöðu samninga og er hægt að skoða hana og vinna upplýsingar um stöðu samninga, sem er þá hægt að láta kerfið senda beint til viðkomandi framleiðenda. Útflutningskerfi Þessu kerfi er ætlað að halda utan um alla vinnu í sambandi við útflutning og gera kleift að skipu- leggja hann betur. Afgreiðsluáætlanir Mögulegt er að skipuleggja flutning á vörum til útflutnings- hafnar og sjá hvaða vörur eru til staðar þar. Þannig er hægt að skipuleggja afgreiðslu mun betur en áður og jafnframt geta sölu- skrifstofur erlendis séð stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Hægt er að skoða hvað gert hefur verið í sambandi við hverja pöntun til að afgreiða hana. Hvort afgreiða á hana úr birgðum í Reykjavík, hvaðan taka á afurðir til að afgreiða hana, hvar þær eru staddar, hvort bókuð hefur verið fragt í strandflutningum eða út- flutningi o.s.frv. Kerfið getur sent vélrænt til framleiðanda upplýsing- ar um lestun í strandflutningaskip eða á flutningabíl. Fragtbókanir Kerfið getur séð um fragtbók- anir sjálfkrafa ef þess er óskað, Tölvumál - 17

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.