Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Page 21

Tölvumál - 01.04.1995, Page 21
Apríl 1995 Fiskvinnslu- og sjávarútvegskerfið Útvegsbankinn og Hafsjór EftirJón Örn Guðbjartsson Miðlun upplýsinga og aðgang- ur að þeim er án efa fjöregg íyrir- tækja í sjávarútvegi. Fyrir fáeinum árum var kapp lagt á að nota tölvu- kerfi til að vista bókhaldsupp- lýsingar og sinna þannig bókhalds- legri skyldu. I dag kemur það eitt að litlu haldi enda er góð yfirsýn yfir reksturinn forsenda þess að hægt sé að auka verðmæti sjávar- afurða og nýta betur minnkandi afla. Þetta hafði Strengur hf. að leiðarljósi við hönnun sjávar- útvegskerfisins Útvegsbankans, sem er heildarlausn fyrir aðila við veiðar og vinnslu sjávarfangs. Útvegbankinn vistar því ekki einungis bókhaldsleg gögn heldur meðhöndlar þau til að auðvelda stjórnendum að taka ákvarðanir í rekstrinum. Útvegsbankanum var formlega ýtt úr vör á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll haustið 1993. Kerfið hafði þá verið þróað í samvinnu við aðila í sjávarútvegi í rösk þrjú ár. Kerfið er hannað í gagna- grunns- og þróunarumhverfinu Fjölni en það kerfi er í notkun hjá þúsundum fyrirtækja um allan heim. Notendur á íslandi skipta hundruðum og í hópi þeirra eru fyrirtæki eins og Póstur og sími, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Hans Petersen hf, Bónus og Pharmaco. Útvegsbankinn skiptist í þrjá meginhluta: veiðakerfi, vinnslu- kerfi og gæðakerfi. Fyrirtæki geta sniðið kerfíð að eigin þörfum og eftir umfangi rekstursins. Það nýtist því jafnt stórum sem smáum rekstraraðilum og einu gildir í hvaða formi rekst- urinn er. Þannig kemur kerfíð að sama gagni hjá saltfiskverkun, niðursuðuverksmiðju, rækju- vinnslu og hraðfrystihúsi. Auk þessa keyrir kerfið á öllum út- breiddustu stýrikerfum heims, s.s. DOS, OS/2, Windows, HP-UX, IBM-AIX, Digital OSF/1 og SCO- Unix. Það telst jafnframt til megin- kosta kerfisins að öll gögn þess eru varðveitt í einu gagnasafni. Það er því tryggt að sömu gögn eru aðeins slegin einu sinni inn. Þannig er magn aflans slegið inn við löndun, eða vegið með vélrænum hætti og um leið eru komin fram ákveðin gögn sem snerta kvóta og hráefni til sölu eða vinnslu. í framhaldinu Frh.á næstu síðu. Frh. af fyrri síðu. þeim. Einnig er haldið utan um úrbótaverkefni, sem verða til hjá framleiðendum, og því fylgt eftir að þau séu framkvæmd. Framleið- endur hafa aðgang að þessum hluta kerfisins. Upplýsingar fyrir framleiðendur I þessum hluta kerfisins er framleiðendum veittur aðgangur að þeim upplýsingum, sem þeim tilheyra. Þar má telja: áætlun um greiðslur, stöðu viðskiptareiknings, greiðslureiknings, samninga um framleiðslu, pantanir á umbúðum, veiðarfærum og rekstrarvörum og stöðu þeirra. Jafnframt er framleið- endum gert kleift að panta hér um- búðir, veiðarfæri og rekstrarvörur. Lokaorð Þegar skoðuð er sú tækni, sem liggur til grundvallar í þessari lýs- ingu, er tvennt sem er mest áber- andi. í fyrsta lagi innbyggt verk- flæði og hins vegar hópvinnueigin- leikar kerfanna, enda er það mín skoðun að þessir tveir þættir séu lykilatriði í kerfum framtíðarinnar. Jafnframt er lögð rík áhersla á að kerfm séu myndræn og gefi á þann hátt heildaryfirsýn yfir þá þætti, sem skipta máli hverju sinni, en alltaf sé til staðar möguleikinn á að kafa dýpra sé þess þörf. A einstökum stöðum er einnig gert ráð fyrir notkun á þekkingar- kerfum, sem byggja á reglumati. Þorvaldur Baldurs er deildarstjóri tölvumála hjá Islenskum sjávar- afurðum hf. Tölvumál - 21

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.