Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Side 23

Tölvumál - 01.04.1995, Side 23
Apríl 1995 fullbúnir og kerfið verður senn markaðsfært í heild sinni. I kerfmu er að mestu leyti stuðst við HACCP staðal auk annarra staðla s.s. ISO 9000. Kröfulýsing var gerð í sam- vinnu við Krossvík hf. og má segja að kerfíð sé tölvuvædd gæða- handbók sem nýtist við skráningu gæðaefitirlits og við stýringu þess. Utvegsbankinn tryggir þannig að eftirliti sé sinnt og að ekkert gleym- ist en sú er einmitt raunin hjá mörg- um fyrirtækjum sem notast ein- göngu við handskráð gæðaeftirlit. Gæðakerfi Útvegsbankans skiptist í fjóra megin þætti: Þrifa- og meindýraeftirlit, starfsmanna- upplýsingar, kvartanakerfi og gæðaskráningar. Gæðakerfið tengist mjög náið öðrum hug- búnaði sem Strengur hf. hefur sett á markað. í því sambandi má nefna aðra kerfishluta Fjölnis, s.s. út- flutningskerfi, launakerfi og mark- aðskerfi auk þess sem kerfið getur tengst upplýsingabankanum Hafsjó. Því er við þetta að bæta að kerfið getur einnig tengst sjálf- virkum vinnslueftirlitskerfum sem safna upplýsingum frá iðnstýri- tölvum og skynjurum s.s. hita- mælum, mælum fyrir pækilstyrk, vogum og fleiru. Segja má að með tilkomu gæða- kerfisins bjóðist íslenskum sjávar- útvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum loks heildarstjómtæki þar sem allir kerfishlutar hafa sama notenda- viðmót og sækja gögn sín á einn og sama staðinn. Hafsjór af upplýsingum Mannkynið hefur fetað sig í gegnum fjölmargar byltingar frá því að Grikkinn Feidipídes hljóp um 40 kílómetra leið frá Maraþon til Aþenu. Ætlunin var að boða sigur í stríði við Persa. Þegar Feidi- pídes hafði fært tíðindin féll hann dauður niður. í nútímaþjóðfélagi fóma menn sjaldnast lífinu við að boða tíðindi en tilvist fyrirtækja getur engu að síður ráðist af rniðlun og móttöku upplýsinga. Upplýsingabankinn Hafsjór er tæki sem miðlar gögnum til stjórnenda fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þessi upplýsinga- miðill er skrifaður í gagnagrunns- kerfinu Informix sem Strengur hf. hefur umboð fyrir á Islandi. Haf- sjór hefur nú verið starfræktur af Streng undanfarin 6 ár og er hann í notkun hjá hátt á annað hundrað fyrirtækjum, flestum í sjávar- útvegi. Meðal valkosta í Hafsjó eru upplýsingar frá fiskmörkuðum ásamt gögnum frá sölusamtökum sjávarafurða (SH og ÍS), veiddur heildarkvóti, helstu vísitölur, þjóð- skrá, skipaskrá, gengi og gengis- þróun, færð á þjóðvegum, veður á helstu fjallvegum, áætlanir flugvéla og viðskipti á verðbréfaþingi íslands. Þá geta áskrifendur Haf- sjávar fengið aðgang að Morgun- blaðinu á tölvutæku formi og leitað þar að vild í greinasafni. Hafsjór hefur verið í sífelldri þróun hjá Streng og stöðugt bætast við nýir liðir. Morgunblaðið er t.d. með nýlegri kostum í kerfmu. Notendur sjávarútvegskerfisins Útvegsbankans geta nýtt sér aðganginn að Hafsjó til að flytja þaðan gögn beint yfir í Útvegs- bankann. Þannig má takmarka innslátt og minnka hættu á villum við gagnaflutning. Útvegsbanka- notendur geta t.d. nálgast gengi gjaldmiðla eða verð á afurðum hjá sölusamtökum með þessurn hætti. Allt sem þarf til að tengjast Hafsjó er PC-tölva, mótald og símalína en Strengur hefur lagt til forrit sem tryggir samskiptin við Hafsjó. Þessa dagana er unnið að því að færa Hafsjó í heild sinni yfir á Internetið. í framhaldi af því geta allir þeir tengst upplýsingabank- anum sem aðgang hafa að Inter- netinu. Það sem vinnst með því að færa Hafsjó yfir á Internetið er aðallega tvennt. Samskipti við bankann verða einfaldari og ódýr- ari auk þess sem notendaskilflötur verður bundinn grafísku útliti Win- dows. Að sjálfsögðu verður þó áfram boðin áskrift að Hafsjó í því formi sem nú er. Jón Örn Guðbjartsson er markaðsstjóri hjá Streng hf Tölvumál - 23

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.