Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Qupperneq 25

Tölvumál - 01.04.1995, Qupperneq 25
Apríl 1995 af því sem áður var. Brú skipa í dag má líkja við rannsóknarstofu þar sem fram fara mælingar á nánast öllum þeirn þáttum sem viðkoma siglingum og veiðum. Sammerkt öllum þessum tækjum er að um er að ræða sjálf- stæðar vinnslueiningar (talstöð, dýptarmælir, staðsetningartæki, radar o.s. frv.) sem eru mjög full- komnar og oftast mjög llóknar. Af ýmsum ástæðum hafa þessar “fljótandi rannsóknar- stofur” ekki safnað niðurstöðum mælinga að neinu marki. En með tilkomu Macsea skipstjórnarbún- aðarins hefúr verið tekið stórt skref fram á við varðandi sjálfvirka gagnaskráningu frá hinum mis- munandi “mælitækjum” (dýptar- mæli, GPS, lóran, hitamælum o.s.frv.), en yfir 150 íslensk fiski- skip eru nú búin Macsea. Tækni sú sem Macsea skipstjómarbún- aðurinn byggir á, þ.e. tölvutæknin, á að mínu mati eftir að valda bylt- ingu í allri siglinga- og fiskileitar- tækni. Með sjálfvirkri gagnasöfnun og nýrri aðferð í framsetningu gagnanna má búa til nýja tegund upplýsinga sem ekki hafa áður þekkst. Tilgangur þessarar nýju tækni er að auðvelda skipstjórnar- mönnum alla ákvarðanatöku og stuðla að því að hámarksafla verði náð með sem minnstum tilkostnaði. En takmarkinu verður ekki náð nema að skipstjórnarmenn séu tilbúnir til að tileinka sér þessa nýju tölvutækni, því hér er um að ræða nýja hugsun sem krefst nýrra vinnubragða. Til þess að gefa hugmynd um Macsea kerfið og þau svið sem kerfið spannar má nefna eftir- farandi: - Staðsetning og sigling skipsins þar sem afstaða til lands er sýnd. - Botnsniðsjávarsýntogafstaða veiðarfæra. - Teiknimöguleikar og gagna- grunnur fýrir myndræna fram- setningu á persónulegum upp- lýsingum. - Aðgangur að Sjókortum Islands á sérstökum geisladiski. - Staðsetning og sigling annarra skipa sýnd á skjá og skráð (tengt radarkerfi skipsins). - Fjarskipti um gervitungl, Inmarsat. - Fjarskipti um farsímakerfið. - Skráning í Veiðigagnagrunn (sérstakur gagnagrunnur er heldur utan um afla og gefur möguleika á alls kyns skýrslum og fyrirspurnum). - Fyrirspumir í Skipaskrána. - Lögskráning áhafnar. - Veðurspár frá frönsku veður- stofunni, en einu sinni á dag kemur fjögurra daga spá sem inniheldur spá um vindhraða, vindsteínu, hitastig og ölduhæð. - Framsetning á botngreiningu, þ.e. greining á botnhörkunni (sandur, grjót, o.s.frv.). - Myndræn gagnasöfn frá opin- berum stofnunum, t.d. lega sæstrengja, lokunarsvæði, vitar o.s.frv. Þeir 400 skipstjómarmenn sem sótt hafa Macsea námskeið okkar og hin öra útbreiðsla Macsea búnaðarins hafa sannfært okkur um að íslenskir skipstjórar eru tilbúnir til að tileinka sér nýja og framsækna hugsun. Hvaða skip- stjóra hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að hann ætti eftir að skoða öll sjókort íslands sem komið er fyrir á einum geisladiski Tölvumál - 25

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.