Tölvumál - 01.04.1995, Síða 29
Apríl 1995
Framleiðslueftirlitskerfi fyrir fiskvinnslu
Eftir Sigurpál Jónsson
Við ritun greinar þessarar var
stuðst við ritað efni frá Friðriki
Guðmundssyni fisktækni og tölv-
unarfræðingunum Bimi Þorvalds-
syni og Tómasi Ríkarðssyni. Allir
starfa þeir hjá Marel.
Undanfarin ár hefur orðið mikil
þróun á vinnslukerfum í fisk-
vinnslu og er óhætt að fullyrða að
íslendingar hafi verið þar í farar-
broddi. í þessari þróun hefur hlut-
verk upplýsingatækni verið stórt,
en þar hefur starfsvettvangur
Marel einmitt verið, að smíða bún-
að og kerfi þar sem upplýsinga-
tækni hefur verið byggð inn í
vinnslubúnað.
Á áttunda áratugnum voru tölv-
ur að ryðja sér til rúms í íslenskum
frystihúsum og þörfrn fýrir tölvu-
vinnslu fór hratt vaxandi. Sérstak-
lega voru það flóknir bónusút-
reikningar sem vom reiknifrekir, en
einnig voru menn famir að nota
tölvur til að reikna nýtingu og
framlegð. Nokkuð háði þó þessari
vinnu að erfítt var að ná gögnum
úr vinnslunni inn í tölvurnar. Þegar
Marel hópurinn tók til starfa árið
1978 á Raunvísindastofnun Há-
skólans og hjá Framleiðni sf. var
það haft að markmiði að hanna og
smíða tölvuvogir sem jafnframt
væru skráningarstöðvar. Vogirnar
skyldi vera hægt að tengja saman
inn á tölvu, til að mynda kerfi sem
gæti fylgst með efnisflæði í gegn-
um vinnsluna.
Árið 1980 var fyrsta fram-
leiðslueftirlitskerfí Marel sett upp
hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og
árið 1982 hjá Skjervoy í Norður
Noregi. Úrvinnslutölvan í þessu
kerfi var hönnuð og smíðuð af
Marel og gekk undir nafninu SS-
200 Safnstöð. Þess má geta að ekki
voru notaðir diskar í SS-200 Safn-
stöðinni til að geyma gögn, heldur
eingöngu samrása minni. Þetta
gerði það að verkum að þær voru
öruggar en dýrar. Við Safnstöðina
mátti tengja allt að 24 vogir auk
fiskateljara fyrir flökunarvélar og
tölvusamskipta. Með kerfrnu mátti
fylgjast með ýmsum lykiltölum í
vinnslunni svo sem innvegnu
magni í húsið, nýtingu og afköstum
flökunarvéla, nýtingu og afköstum
snyrtara og yfirvigt og afköstum í
pökkun. Árið 1984 voru gerð forrit
í Safnstöðina fyrir bónusskrán-
ingar og þannig mátti losna við
skráningar á pappír sem erfitt var
að nota í blautu umhverfi frysti-
húsanna. Á sama tíma voru þró-
aðar aðferðir til að tengjast þeim
tölvum sem þá voru notaðar til
launaútreikninga. Það voru aðal-
lega IBM System 34 og System 36
ásamt PDP-11. Alls voru seldir
nokkrir tugir safnstöðva þar til
MP/2 kerfið, sem keyrir undir MS-
DOS, tók viðárið 1987.
Fyrir u.þ.b. 8 árum varð mikil
breyting í íslenskri fiskvinnslu,
þegar menn tóku upp svokallaðar
flæðilínur við flakasnyrtingu í
frystihúsum. Áður höfðu að mestu
tíðkast bakkakerfi þ.e.a.s. liráefnið
var flutt í bökkum á milli vinnslu-
þátta í framleiðsluferlinu. Á flæði-
línum er hráefnið hins vegar flutt
á færiböndum. Með tilkomu flæði-
línanna skapaðist mikil vinnuhag-
ræðing. Afköst jukust þar sem
stærra hlutfall starfmanna starfaði
beint við framleiðslu í stað ýmissa
þjónustustarfa í bakkakerfunum.
Nýting hráefnisins batnaði einnig
þar sem hráefnið rann hraðar gegn-
um framleiðsluna og ekki var þörf
á lagersöfnun í bökkum meðan
beðið var eftir næsta þrepi í fram-
leiðsluferlinu.
Þrátt fyrir að þessar flæðilínur
hafi skilað fiskvinnslufyrirtækjum
umtalsverðri hagræðingu höfðu
þær ýmsa ókosti umfram bakka-
kerfin. Framleiðslan var ekki eins
sveigjanleg og áður, þ.e. erfitt var
að vinna mismunandi gerðir af
hráefni og pakkningavalið var háð
fjölda þeirra færibanda sem í lín-
unum voru. Annar verulegur
ókostur var að þau vogakerfi sem
notuð höfðu verið til framleiðslu-
eftirlits voru hönnuð fyrir bakka-
kerfin og réðu ekki við þessa
vinnslu. Því var erfitt að koma við
virku gæða-, nýtingar- og afkasta-
eftirliti og ómögulegt var að binda
slíkt eftirlit við þá einstaklinga sem
í snyrtingunni störfuðu.
Síðla árs 1991 hófu Marel hf.,
Þorgeir og Ellert hf., og Ingólfur
Árnason tæknifræðingur í sam-
vinnu við Fiskiðjuna Skagfirðing
hf. á Sauðárkróki samstarf um
hönnun á nýrri gerð af flæðilínu.
Þessi lína var síðan sett upp hjá
Fiskiðjunni í febrúar 1992. Stærsta
nýjungin í þessum flæðilínum er
einstaklingsbundið eftirlit með
gæðum, afköstum og nýtingu.
Línan er þannig uppbyggð að í
henni eru þrjú færibönd. Eitt færi-
band sem flytur hráefni inn á
línuna, annað fyrir mismunandi
afurðir frá snyrtistæðum og eitt
fyrir afskurð og úrgang. Línunni
er stýrt af vogum, sem tengdar eru
saman á neti inn á móðurtölvu.
Tölvumál - 29