Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Síða 35

Tölvumál - 01.04.1995, Síða 35
Apríl 1995 vélbúnaðarsala. Innan deildarinnar fer fram kerfisforritun og kerfis- stjóm. Þjónustudeild hefur með hönd- um almenna þjónustu við notendur, samskipti við hafnir vegna skrán- ingar upplýsinga um landaðan afla og uppsetningu og aðhæfingu á hugbúnaði fyrir einkatölvur. Þjón- ustudeildin stendur fyrir kynning- urn og námskeiðum fyrir þá sem tölvudeildin þjónustar. Gagna- safnsvörður er í þjónustudeild. Helstu verkefni Kvótakerfið er eitt af stærri verkefnum sem tölvusvið Fiski- stofu vinnur með. Fiskistofa fer með daglega stjóm fiskveiða í land- inu og umsjón með kvótakerfmu. I umsjón með kvótakerfmu felst úthlutun á aflamarki (magn sem hvert skip má veiða á hverju fisk- veiðiári), söfnun á upplýsingum um landaðan afla og gjaldtöku vegna umframafla. Sjávarútvegs- ráðuneytið ákveður heildarafla fyrir hvert fiskveiðiár að fengnu áliti Hafrannsóknastofnunarinnar. Þessu aflamarki er svo skipt á öll fiskiskip sem hafa veiðileyfi í hlut- falli við aflahlutdeild þeirra. Til þess heldur Fiskistofa utan um skrá fyrir öll fiskiskip í landinu bæði núverandi stöðu skipsins og sögu þess. Lóðsinn er aflaskráningarkerfi Fiskistofu og hafnanna og er það tengt kvótabókhaldskerfinu. Nær allar hafnir landsins eru með PC tölvur og hugbúnað til þess að skrá landaðan afla frá degi til dags. Þetta kerfi nefnist Lóðs bæði hjá höfnunum og samsvarandi kerfi hjá Fiskistofu. Hver höfn skráir hjá sér landaðan afla fyrir hvert skip eftir fisktegundum. Hafnirnar senda þessar aflatölur u.þ.b. daglega til Fiskistofu með X.25 innhringi- sambandi, sjá mynd 2. Þessar tölur eru síðan keyrðar inn í gagnasafn Fiskistofu. Síðan þarf að reikna afla til kvóta. Það eru flóknar reglur sem eru notaðar til þess að reikna afla til kvóta og eru þær háðar ýmsurn þátturn eins og t.d. fisktegund, veiðarfæri, vinnslu o.s. frv. Þessar reglur breytast og þarf að halda utan um þær í forritunum eins og þær gilda á hverjum tíma. Fiskveiðiárið er frá 1. september til 31. ágúst á næsta ári. Einnig þarf að halda utan um aflaheimild og veiðileyfi hvers skips en það eru réttindi sem geta flust á rnilli fiski- skipa. Við skráum því í tölvukerfíð ýmsar upplýsingar um þessar milli- færslur á réttindum. Kvóti er alltaf skráður á skip en ekki einstaklinga. Úr öllum þessum upplýsingum reiknum við svo kvótastöðu sltipa á hverjum tíma. Þess rná geta að aflatölur sem Morgunblaðið birtir í Verinu eru tölvuunnar hjá Fiskistofu og fluttar svo frá stofnuninn til blaðsins um tölvukerfi Strengs. Strengur rekur mikla upplýsingaveitu fyrir sjávar- útveginn og er meðal annars tengd- ur Fiskistofu á Interneti og miðlar upplýsingum um kvóta og kvóta- stöðu til hinna ýmsu aðila í sjávar- útvegi. Fiskifélag Islands safnar skýrsl- um urn keyptan afla frá fiskverk- endum. Þessar skýrslur eru bornar saman við landaðan afla og þannig fæst eftirlit með því að skráður afli sé sem nákvæmastur. Talsverður tími tölvusviðs fer í að svara fyrirspurnum frá ýmsum aðilum um upplýsingar úr gagna- safni Fiskistofu. Það berast fyrir- spurnir frá ráðherrum, alþingis- mönnum, sjómönnum, útgerðar- mönnum, hagsmunasamtökum, skólum o.s.frv. Það er stefna Fiski- stofu að reyna að svara öllum fyrir- spumum um afla og fiskveiðar án tillits til hver spyr og endurgjalds- laust. Tölvusvið sér um gagnagrunn og ýmsa forritun fyrir Hafrann- Gagnasöfnun á vegum Fiskistofu. Mynd 1 Tölvumál - 35

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.