Tölvumál - 01.04.1995, Síða 39
Apríl 1995
gagnagrunninum en noklcuð er eftir
af gömlum gögnun sem bíða flutn-
ings þangað. Oracle gagnagrunn-
urinn hefur reynst mjög vel en þau
Oracle forritunarverkfæri sem við
höfum eru mjög þung á vélunum
hvort sem um er að ræða grafísk
notendaskil (t.d. Motif) eða ekki.
Veruleg forritun fer fram í C og
C++ undir Unix en einnig notum
við mikið skýrslugerð frá Oracle
(SQL*ReportWriter) ásamt
tölfræðilegar úrvinnslur, Hyper-
tools, IslandWrite fyrir ritvinnslu,
Applix, Fjölni fyrir bókhald o.fl.
A PC og MAC vélum er nær ein-
göngu aðkeyptur hugbúnaður,
aðallega ritvinnsla og töflureiknar.
Rannsóknaskip Hafrannsókna-
stofnunarinnar eru með tölvukerfí.
I tveimur skipum eru netkerfi, sem
byggir á Unix og TCP/IP. Rann-
sóknaskipið Bjarni Sæmundsson
getur tengst tölvukerfi okkar með
Skráning á afla hjá höfn
Fax yfir landaöan afla sent höfn Fax yfir landaöan afla sent höfn
/ \
Fiskvinnsla Fiskmarkaður
heimavígtun
Mynd 2
Oraperl. Oraperl er PD forrit
(upphaflega Perl en nú með
viðbótum fyrir Oracle og SQL).
Þetta er forritunarmál sem hentar
vel fyrir skýrslugerð og runu-
vinnslur. Enn fremur noturn við
SQL*Forms og SQL*MENU frá
Oracle. Mál eins og SED og AWK
eru einnig notuð.
Við höfum einnig tölvert af að-
keyptum hugbúnaði. Þar má nefna
pakka eins og SAS og Splus fyrir
mótald fyrir farsíma og gengur það
ágætlega sé skipið ekki of langt frá
landi. Hér er um að ræða net-
samband (TCP/IP) byggt á upp-
hringibeini (router).
I rannsóknaskipunum eru ýmis
stjórn- og rannsóknartæki sem
tengjast tölvum. Skipstjórarnir
hafa MAC tölvu með hugbúnaði
sem heitir Macsea. Macsea er
notað til þess að skrá ýmsar upp-
lýsingar um siglingar skipsins og
einstök tog vegna rannsókna og
eins til þess að kortleggja togin.
I skipunum eru notuð bergmáls-
tæki sem tölvuskrá mælingar og
eru niðurstöður þeirra notaðar til
þess að aðstoða við stofnstærðar-
mælingar. Þetta kerfí notar Ingres
gagnagrunnskerfi fyrir gagna-
söfnun.
Sondutæki er notað til þess að
taka sjósýni. Tækinu er sökkt í sjó
og tekin sýni á mismunandi dýpi.
Það er tölvutengt og sendir tækið
boð til tölvu um borð í skipinu um
hita og seltu sjávar þar sem hvert
sýni er tekið. Síðan er unnið nánar
úr þessum gögnum og þau tengd
öðrum mælingum sem eru gerðar
á þessum sjósýnum t.d. eru ýmis
sölt og svifþörungar mæld í sýn-
unum.
Hafrannsóknastofnunin rekur
nokkur útibú um landið. Útibúið á
Akureyri er nú tengt inn á tölvu-
kerfi Fiskistofu um Internet, og
stefnt er að því að tengja öll útibúin
en tengingaraðferð er ekki ákveðin.
Næstu viðfangsefni
Það er stefna tölvusviðs að vera
áfram í Unix umhverfi. Það er opið
og sveigjanlegt. Þau verkefni sem
eru framundan eru tölvuvæðing
veiðieftirlitsmanna, hraðvirkari og
betri tengingaraðferðir fyrir hafnir
o.fl. aðila. Einnig er fyrirhuguð
notkun Málabrunns fyrir fleiri
stofnanir ef hann reynist vel. Nú
er verið að smíða nýtt Lóðskerfi,
Lóðs II, sem keyrir undir Win-
dows. Stefnt að að því að setja það
upp hjá höfnunum seinna á þessu
ári. Lóðs II er samvinnuverkefni
Hafnasambandsins, sjávarútvegs-
ráðuneytis, Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Fiskistofu. Verk-
efnið var boðið út og er nú í vinnslu
Auðun Sæmundsson er
forstöðumaður tölvu-
sviðs Fiskistofu
Tölvumál - 39