Tölvumál - 01.04.1995, Page 41
Apríl 1995
auknum gæðakröfum hefur Tækni-
val hannað gæðaeftirlitskerfi, sem
safnar öllum upplýsingum og raðar
þeim á skýrslur eftir forskrift og
veitir stjórnendum ómetanlegar
upplýsingar í formi samantekta
ástandsskráninga og gæðaskýrslna
yfír valið tímabil.
Miðlæg
gæðahandbók
Gæðahandbók fyrirtækisins er
virk inn í gæðaeftirlitskerfinu, og
geta notendur alltaf kallað á verk-
lagsreglur, skoðunarleiðbeiningar
og/eða viðbragðaleiðbeiningar frá
þeim stað sem þeir eru á innan
kerfisins. Töluverð óþægindi geta
verið við að leita uppi viðbragða-
leiðbeiningar þegar eitthvað kemur
upp á hjá mælingamanni og freist-
ingin mikil að stinga afbrigðilegum
mæligildum undir stól! Þægindin
við að hafa gæðabókina innbyggða
í kerfinu eru mikil og viðhald
hennar einfalt. Gæðahandbók
fyrirtækisins er auk þess alltaf við
hendina hjá öllum notendum kerfis-
ins, en ekki bara upp í hillu hjá
gæða- og framkvæmdastjóra.
Skjámyndastýrt
vinnslueftirlit
Vinnslueftirlitskerfið byggir á
samspili hráefnis-, vinnslu-, og
afurðakerfis Hafdísar, svo og iðn-
tölvu og nemum tengdum henni.
Nemarnir eru þá settir upp við þau
tæki sem vakta á, eins og t.d. færi-
bönd, kælibúnt, sjóðara, laus-
frysta, lofthitara, loftræstingar, raf-
orku- og/eða vatnsinntök til að
mæla vatnsnotkun.
Nemarnir skila í sífellu upplýs-
ingum sem færast sjálfvirkt inn í
vinnslueftirlitið, svo og gæðaeftir-
litið þar sem við á. Notandi getur
gripið inn í, og stoppað eða breytt
einstökum þáttum vinnslunnar
beint frá skjánum á einfaldan hátt.
Kcríið er einnig með virkar að-
varanir, þannig að ef eitthvað fer
út fyrir þann ramma er notandi
Yfirsýn stjórnenda
hefur skilgreint, kemur aðvörun á
skjá, eða sírena/blikkljós/
sjálfvirkar hringingar í símboða.
Þetta veitir stjórnendum verulegt
öryggi og leyfir þeim að einbeita
sér að atriðum er bæta þarf, en ekki
að vera sífellt að skoða hluti sem
eru innan gæðamarka, og þar af
leiðandi í lagi.
Rekjanleiki
Til að skapa rekjanleika er
fylgst með hráefninu/afurðinni frá
byrjun til enda og ástandssaga þess
skráð. Þessar skráningar eru tíma-
merktar, og tengja þannig ástand
vinnslunnar sem iðntölvan er búin
að safna í gegnum nemana, við
gæðaskráningarnar sem skráðar
hafa verið inn í gæðaeftirlitið með
aðstoð handtölvu, fastrar skrán-
ingarstöðvar, skráningarpunkta frá
iðntölvunni, eða handvirkra skrán-
inga. Þetta skapar möguleika í
rekjanleika afurðarinnar og er hægt
að sjá, með því að skoða strika-
merkið af afurðinni, hvaða dag
varan var framleidd, við hvaða
umhverfisástand, hvaða hráefni
var notað, hvaða bátur landaði því,
gæðamat og gæðaskýrslur hrá-
efnisins, og við hvaða hitastig það
var geymt í kæli. Einnig er á auð-
veldan hátt hægt að sjá gallatíðni
vinnslunnar þegar afurðin varð til,
gæðaskýrslur afurðarinnar og
hverjir voru á vakt umræddan
vinnudag eða daga, svo eitthvað sé
nefnt.
Yfirsýn
Eins og áður sagði er kerfið
skjámyndastýrt, og geta yfirmenn
verksmiðjunnar séð á svipstundu
ástand einstakra þátta á skjánum
í rauntíma og stýrt og eða breytt
þeim án þess að fara á staðinn.
Stærstu kostirnir eru augljósir.
Aukin gæði framleiðslunnar, bætt
nýting, aukið öryggi í vinnslunni,
fullkomin yfirsýn stjórnenda í
rauntíma og nákvæm ástandssaga
er með þessum hætti skráð á
rekjanlegu formi. Gæðastefna
fyrirtækisins er framkvæmd á
skýran og virkan hátt, og það þýðir
síðasten ekki síst, ánægðari kaup-
endur. Möguleikar á sérhæfingu í
vinnslu og markaðsetningu aukast
verulega, og hærra afurðaverð
fylgir.
Hafdís 2.0 er að sjálfsögðu
íslensk framleiðsla, hönnuð og
unnin af starfsmönnum Tæknivals
í samvinnu við nokkur af'stærstu
fiskvinnslu- og útvegsfyrirtækjum
landsins.
Bjarni Hákonarson er
markaðsfulltrúi hjá
Tœbiival hfi
Tölvumál - 41