Tölvumál - 01.07.2000, Page 12
Blátönn
táknar annað hvort
IrMC biðlara eða IrMC
miðlarahugbúnað.
Þrísíminn
Símtæki sem smíðað er
samkvæmt þessari eig-
indalýsingu má tengja
við þijá mismunandi
þjónustuaðila. f fyrsta
lagi getur síminn virkað
sem þráðlaus sími sem
tengist almenna tal-
símakerfinu hvort sem er heima eða á
vinnustað og sætir gjöldum sem um hefð-
bundin síma væri að ræða. í þessu tilfelli
getur verið um að ræða upphringingu í
gegnum grunnstöð, upphringingu beint
milli tveggja tækja f gegnum grunnstöðina
og aðgang að viðbótarþjónustum sem
boðnar eru á ytra netkerfi. í öðru lagi geta
símtækin tengst beint við önnur símtæki í
þeim tilgangi að virka sem talstöðvar eða
framlenging á handtólum. Með tilvísun til
innanhússkallkerfa sætir tengingin engum
gjöldum. í þriðja lagi getur símtækið virk-
að sem farsími sem tengist farsímakerfinu
og sætir gjöldum samkvæmt því. Sami
samskiptastaflinn er notaður þegar sím-
tækið virkar sem þráð-
laus sími og sem kall-
kerfi. Samskiptastaflinn
er sýndur á mynd 7.
Hljóðflæðið er tengt
beint við samskipta-
reglu grunnbandsins
eins og sýnt er með ör-
valínu framhjá L2CAP.
Hið fulllcomna höfuðtól
Höfuðtólið má tengja þráðlaust í þeim til-
gangi að virka sem inntak og úttak hljóðs
fyrir fjarlægt tæki. Höfðutólið eykur
hreyfanleika notandans samhliða því að
gefa næði fyrir einkasímtöl. Sem almenn
dæmi eru kringumstæður þar sem höfuð-
tólið er notað sem inntak og úttak hljóðs
fyrir farsíma, þráðlaust símtæki eða ein-
menningstölvu. Samskiptastaflanum fyrir
þetta notkunarlíkan er lýst á mynd 8.
Hljóðflæðið tengist beint við samskipta-
reglu grunnbandsins eins og sýnt er með
örvalínu framhjá L2CAP. Höfuðtólið þarf
að geta sent AT-skipanir og tekið á móti
Mynd 7
stöðukóta. Með þessum eiginleika getur
höfuðtólið svarað hringingum og slitið
símtölum án þess að eiga þurfi við sím-
tækið.
Samantekt
Samskiptareglur Bluetooth eru ætlaðar
fyrir viðföng í örri þróun sem byggja á
Bluetooth tækninni. Lægri lög sam-
skiptastafla Bluetooth eru hönnuð til að
gefa sveigjanlegan grunn fyrir frekari þró-
un samskiptareglna. Aðrar reglur, eins og
RFCOMM, eru gripnar úr öðrum sam-
skiptareglum og þeim er einungis lítillega
breytt vegna Bluetooth. Samskiptareglur
efri laga eru notaðar án breytinga. Með
þessu er hægt að endumýta fyrirliggjandi
viðföng þannig að þau virki með Blue-
tooth tækninni og auðveldar er að tryggja
samvirkni.
Tilgangur hönnunarlýsingarinnar er að
hvetja til þróunar samvirkandi viðfanga í
samræmi við forgangsröðun notkunarlík-
ana hjá markaðshópi SIG. Hönnunarlýs-
ingin þjónar hins vegar líka þeim tilgangi
að vera rammi fyrir frekari þróun. Söluað-
ilar eru eðlilega hvattir til að finna upp
fleiri notkunarlíkön innan þessa ramma.
Með Bluetooth tækninni ásamt getu tölvu-
og samskiptatækja í dag eru möguleikam-
ir fyrir ný þráðlaus viðföng framtíðarinnar
óendanlegir.
Einar H. Reynis er ritstjóri Tölvumála og vinnur
að þróunarmálum hjá Landssímanum.
Arnaldur F. Axfjörð situr í ritstjórn Tölvumála
og starfar hjá Áliti sem rekstrarstjóri
og ráðgjafi.
12
Tölvumál