Bókasafnið - 01.02.1978, Page 8

Bókasafnið - 01.02.1978, Page 8
9. Tímabært er að íslensk upplýsingamiðstöð tengist erlendum gagnabönkum með aðstoð tölvuút- stöðvar. Stofnkostnaður tölvuútstöðvar er nú orð- inn lægri en kostnaður algengra skrifstofutækja, svo sem ljósprentunarvéla, en símakostnaður við út- lönd er enn mjög hár. Með tilkomu jarðstöðvar fyrir fjarskipti um gervitungl gæti sá kostnaður lækkað. Handbókasýning og tölvuleit í tengslum við ráðstefnuna var haldin í Norræna húsinu sýning á úrvali erlendra handbóka og uppsláttarrita í raunvísindum og tækni, læknisfræði og landbúnaði. Stóð sýningin uppi dagana 26.-31. okt. Ritin voru fengin að láni úr nokkrum bókasöfn- um í Reykjavík. Sem fyrr segir kom Sauli Laitinen hingað til lands í þeim erindum sérstaklega að sýna hvernig gerð er tölvuleit að upplýsingum. Hafði hann meðferðis útstöð (terminal) í þessu skyni. Var hún af gerðinni Silent 743 frá Texas Instrument, og kom á óvart að hún var ekki stærri en ein lítil ferðaritvél. Með útstöðinni hafði hann beint samband við eftirfarandi tölvukerfi: SCANNET á Norð- urlöndum, BLAISE á Bretlandi, Dialog og SDC í Bandaríkjunum. Kynning þessi fór fram í Norræna húsinu og stóð í tvo daga. Komu sérfræðingar frá fjölmörgum stofnunum og ýmsir aðrir til þess að fylgjast með og láta gera leitir fyrir sig. Sýndu menn þessum tölvuleitum mik- inn áhuga. Gestir á kynningunni voru um 130. Horfur Hverjar eru horfur í upplýsingamálum hér á landi? Hvað tekur nú við? Þessu er erfitt að svara. Víst er að fjölmörg verkefni bíða úrlausnar í málefnum rannsóknabóka- safna og sum þola enga bið. Ég ætla ekki að spá um það hve vasklega verður að þeim unnið á næstu dögum. Hins vegar vil ég nefna þrjú mikilvæg verkefni sem vænta má að komist í framkvæmd á árinu 1978. 1. Upplýsingaþjónusta í tœkni og raun- greinum. Framkvæmdanefnd Rannsókna- ráðs sótti um fjárveitingu á fjárlögum til þess að koma á fót tæknilegri upplýsinga- þjónustu á íslandi. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1978 er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð kr. 5.7 milljónir í þessu skyni. Þetta er að vísu lág upphæð, en ætti að tryggja að starfsemi hefjist að einhverju leyti á árinu 1978. Eftir er að finna réttan stað fyrir upp- lýsingaþjónustuna. Ennfremur þyrfti að skilgreina betur verksvið hennar. 2. Útstöð. Eins og skýrt kom fram í kynn- ingu á tölvuleit í Norræna húsinu er einfalt í framkvæmd og tiltölulega ódýrt að tengjast tölvumiðstöðvum erlendis og fá aðgang að upplýsingaforða þeirra. Bein tengsl (on-line) bókasafna og upplýsingamið- stöðva við upplýsingakerfi eru orðin algeng í grannlöndum okkar. Leitir með beinum tengslum eru árangursríkari en leitir sem pantaðar eru bréflega. Ætla má að stutt sé í það að einhver aðili hérlendur (t.d. væntanleg upplýsingamið- stöð eða eitthvert bókasafn) afli sér tækja til þess að gera tölvuleit að upplýsingum. Tækin sem þarf til þess arna eru tvö: útstöð og svonefnt modem. Modem er tæki sem 8

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.