Bókasafnið - 01.02.1978, Síða 14
og gerir hagkvæmnisathuganir varðandi
þau.
Ongstad lagði mikla áherslu á að þekking
á tölvunotkun yrði að vera hluti af menntun
hvers bókavarðar ekki síður en flokkun og
skráning. Bókaverðir yrðu að hafa næga
þekkingu á þessari tækni til þess að geta
hagnýtt sér hana og unnið með kerfisfræð-
ingum og öðru fólki sem hefur sérmenntun
á því sviði. Að öðrum kosti yrðu þeir óhjá-
kvæmilega eftirbátar annarra við miðlun
þekkingar. Hann sagði frá samstarfi því sem
er á milli rannsóknarbókasafna í Noregi um
tölvunotkun og sagði að víða væri mikil þörf
á endurskipulagningu safna með tilliti til
hinnar nýju tækni. Slíkt væri þó víða erfitt í
framkvæmd. Þá taldi Ongstad að starfs-
hættir við flokkun og skráningu á Norður-
löndum væru það ólíkir frá landi til lands að
erfitt væri að koma á fót tölvuvæddri sam-
vinnu bókasafna milli þeirra (t.d. við
NOSP-áætlunina, sjá síðar).
Fyrirlesturinn eftir hádegi þennan dag
flutti Ben Rugaas, rektor Statens bibliotek-
skole. Fjallaði hann um notendafræðslu og
leiðir til þess að gera hinn almenna notanda
handgenginn bókasöfnum og öðrum upp-
lýsingamiðstöðvum. Slíkt taldi hann gegna
tvíþættum tilgangi, annars vegar létti það
notandanum gagnaleit og hins vegar létti
það störf bókavarða. Ævinlega yrði þó að
hafa það að leiðarljósi að upplýsingaleit
bæri ekkert markmið í sjálfri sér heldur væri
hún tæki til þess að leysa tiltekin verkefni
með öflun réttrar þekkingar. Rugaas taldi
að notendafræðslu þyrfti að hefja þegar á
skyldunámsárunum og ættu bæði kennarar
og bókaverðir að sjá um hana. Slík fræðsla
ætti að vera skyldubundinn hluti námsins og
heppilegt væri að nemendur fræddust um
gagnaleit í hverri námsgrein um leið og hún
væri kennd.
Rugaas taldi að í hverjum skóla fyrir ofan
ákveðna stærð ætti að vera upplýsingasér-
fræðingur (bókavörður). Hann sagði að
langt væri frá því að því marki væri náð í
norskum skólum og að starf slíks fólks og
notendafræðsla væri ekki metið að verð-
leikum enda fjárveitingar eftir því. Skóla-
menn hefðu heldur ekki nægan skilning á
því hve skólabókasöfn hefðu þýðingarmiklu
hlutverki að gegna.
Laugardaginn 13. ágúst var farið í kynn-
isferð til bæjarins Fredrikstad sem er við
Oslófjörð sunnanverðan, við ós árinnar
Blommu. Var fyrst skoðað bókasafn bæjar-
ins og síðan snæddur hádegisverður í boði
bókasafnsstjórnarinnar. Að því loknu var
elsti hluti bæjarins skoðaður en hann var
reistur á síðari hluta 16. aldar og átti að vera
vígi gegn ásókn Svía. Á heimleiðinni var
komið við í Galleri E 15 á Jeloya við Moss
og skoðuð málverkasýning en þar eru
þekktir sýningasalir.
Síðari vika námskeiðsins hófst að morgni
mánudagsins 15. ágúst með því að Anne
Grete Holm-Olsen, forstöðumaður Norsku
deildarinnar í Háskólabókasafninu í Osló,
hélt fyrirlestur um Scandia-áætlunina, stöðu
hennar og horfur.
Scandia-áætluninni var hleypt af stokk-
unum árið 1956 og átti hún að stefna að
samræmingu aðfanga í norrænum rann-
sóknarbókasöfnum. Söfnin áttu að deila
með sér ábyrgð á efnisflokkum, þannig að
hvert safn drægi að allt mikilvægt efni sem
út kæmi í þeim flokki er það bar ábyrgð á.
Þetta heppnaðist ekki sem skyldi. Kom þar
margt til, ekki síst naumur fjárhagur safn-
anna. Tilhneiging varð til þess að kaupa
einungis það efni sem nauðsynlegt þótti á
hverjum stað en sleppa því sem kaupa skyldi
fyrir heildina. Aftur á móti hefur bókfræði-
leg samvinna verið þó nokkur og nokkrar
samskrár í einstökum greinum hafa verið
gefnar jafnaðarlega út. Miðstjórn var tak-
mörkuð og laus í reipunum.
Árið 1972 var sett á stofn Hovedkomité
for Scandiaplanen. Hlutverk þeirrar nefnd-
ar var að gera úttekt á því verki sem unnið
14