Bókasafnið - 01.02.1978, Page 19
víða um lönd og textinn þýddur á mörg mál,
m.a. á íslensku af Sigurði A. Magnússyni.
Textinn er prentaður á bakhlið vegg-
spjaldsins en hægt er að brjóta það saman og
skera úr því og myndar það þá bók.
Þátttaka íslands
Árið 1975 stóð Félag bókasafnsfrœðinga
fyrir barnabókaviku í Norræna húsinu vik-
una 2.-9. apríl í tilefni Alþjóðlega barna-
bókadagsins. Þetta var í fyrsta sinn sem hans
var minnst hér á landi en með þessari
barnabókaviku vildu bókasafnsfræðingar
leggja sitt af mörkum til að afla barnabóka-
höfundum sambærilegrar virðingar og þeim
sem skrifa fyrir fullorðna. Tveimur norræn-
um fyrirlesurum var boðið til landsins, þeim
Tordis 0rjasæter barnabókagagnrýnanda
við Dagbladet í Oslo og Ole Lund Kirke-
gaard barnabókarithöfundi frá Danmörku,
en bók eftir hann, Fúsi froskagleypir, var
gefin út í íslenskri þýðingu Önnu Valdi-
marsdóttur árið 1973. Fluttu þau bæði er-
indi við góðar undirtektir, hún um „barna-
bækur á sjónvarpsöld“, hann um „höfund-
inn og verk hans“. Þá flutti Erik Skyum—
Nielsen lektor við Háskóla íslands erindi
um H.C. Andersen og verk hans og Sigurður
A. Magnússon las áðurnefnda þýðingu sína
á ævintýrinu Elverhoj. Þrír íslenskir barna-
bókahöfundar, Guðrún Helgadóttir, Jenna
Jensdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir sögðu
frá afstöðu sinni til barnabókaritunar og
lesið var úr verkum þeirra í sérstakri dag-
skrá. Síðasta dag vikunnar var haldin
barnaskemmtun þar sem brúðuleikhúsið
Leikbrúðuland sýndi nokkra leikþætti. í
tengslum við dagskráratriðin var sýning í
Norræna húsinu alla vikuna á frumsömdum
íslenskum barnabókum frá þessari öld og
myndskreytingum úr barnabókum. Einnig
voru þar gömul og ný barnaleikföng til sýn-
is. Þá var í Landsbókasafni sýning á verkum
H.C. Andersen. Af sama tilefni flutti Silja
Aðalsteinsdóttir yfirlitserindi um íslenskar
barnabækur í Ríkisútvarpið og einnig var
útvarpað frá dagskránni þegar íslensku
höfundarnir lýstu viðhorfum sínum í bók-
menntaþætti sem Þorleifur Hauksson sá
um.
Árið 1976 var Alþjóðlega barnabóka-
dagsins einnig minnst hér á landi er Bóka-
varðafélag íslands, Félag bókasafnsfrœðinga
og Félag skólasafnvarða gengust fyrir um-
ræðufundi í Norræna húsinu þann 3. apríl
um „börn og fjölmiðla". Stutt inngangser-
indi voru flutt um leikhús (Bergþóra Gísla-
dóttir), kvikmyndir (Þorgeir Þorgeirsson),
sjónvarps- og útvarpsefni (Þorbjörn
Broddason) og bókaútgáfu (Ólafur Jóns-
son). Forsvarsmenn viðkomandi fjölmiðla,
utan kvikmyndahússeigenda, svöruðu fyrir-
spurnum og skýrðu stefnu sína í almennum
umræðum á eftir. Þá kom í ljós að fundar-
gestir höfðu sérstakan áhuga á viðfangsefn-
inu „kvikmyndir fyrir börn“ og var það
meginástæða þess að það efni varð fyrir
valinu árið 1977 þegar Alþjóðlega barna-
bókadagsins skyldi minnst á ný.
í það sinn beittu bókavarðafélögin þrjú
sér fyrir dagskrá í samvinnu við Norrœna
húsið og nokkra fóstru- og kennaranema.
Upphaflega var áætlað að hafa tveggja daga
dagskrá í Norræna húsinu helgina 16. og 17.
apríl en vegna fjárskorts og erfiðleika við að
fá erlenda gesti til landsins á þeim tíma varð
að ráði að fresta dagskránni til haustsins.
Eftir að hafa rutt helstu ljónum úr veginum
heppnaðist loksins að koma henni á helgina
29. og 30. október að nýloknu allsherjar
verkfalli Bandalags starfsmanna ríkis og
bœja (BSRB). Anja Paulin kvikmyndaráð-
gjafi frá Sænsku kvikmyndastofnuninni í
Stokkhólmi og Lise Roos kvikmyndagerð-
armaður og gagnrýnandi við danska blaðið
Information fluttu erindi og upphaflega var
ráðgert að sýna nokkrar danskar kvik-
myndir, sem sérstaklega hafa verið gerðar
fyrir börn, í Tjarnarbíói með aðstoð for-
svarsmanna kvikmyndaklúbbsins Fjala-
19