Bókasafnið - 01.02.1978, Page 24
GUÐRÚN KARLSDÖTTIR:
Markverð tíðindi —
MArc í Háskólabókasafni
í júnímánuði síðastliðnum var tekin upp í
Háskólabókasafni nokkur nýbreytni í
flokkunar- og skráningarmálum. Ákveðið
var að fá í safnið til reynslu örfilmur þær,
sem flokkunar- og skráningardeild þing-
bókasafnsins bandaríska, Library of Con-
gress, gefur út. LC býður söfnum að fá
þessar filmur lánaðar til kynningar um
mánaðarskeið án endurgjalds eða trygging-
ar og er þar ýmist um að ræða að fá stutt
tímabil lánað eða tíu ára tímabilið aftur til
ársins 1967. Er þar farið eftir óskum við-
komandi safna. Rit skráð fyrir 1967 á LC
ekki örfilmuskráð. Hvað það efni varðar,
verður að leita til NUC (National Union
Catalog) — pre ’56 og viðbótarinnar, sem
spannar árabilið 1956—1967. Ekki þarf að
taka það fram, að LC hefur gefið út spjöld
fyrir það efni, sem NUC tekur yfir og sama
er að segja um það efni sem er á örfilmunum
(MArcfiche) frá þeim. Mér vitanlega er
Bókasafn Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna eina safn hérlendis, sem er reglulegur
áskrifandi að spjöldum frá LC.
En þetta var nú útúrdúr. Það er ekki að
orðlengja, að eftir mánaðarreynslu af
MArc-filmunum í Háskólabókasafni, þótt-
umst við starfsmenn þar ekki mega af þeim
sjá. Það var því úr, að við keyptum í einu
lagi tíu ára tímabilið aftur til 1967 og gerð-
umst áskrifendur að árlegri viðbót. Verðið
er lágt, tíu ára tímabilið kostar $295,— en
árlegt áskriftargjald eftir það er $395,— og
er póstkostnaður innifalinn en hann er tæp-
ur fjórði hluti verðsins. Við þurftum því að-
eins að gera upp við okkur, hvort við hefð-
um raunveruleg not af filmunum eða ekki.
Við gerðum því í upphafi dálitla könnun á
því í hve mörgum tilvikum rit sem leitað var
fyndust og var niðurstaðan mjög jákvæð.
Það kom að vísu í ljós, að rit frá Norður-
löndunum finnast í mun færri tilvikum en
brezk og bandarísk rit og einnig, að þau
eru gjarna síðar á ferðinni en hin síðar-
nefndu, þ.e. koma síðar til skráningar.
Rétt er að taka það fram, að filmurnar
taka ekki einungis yfir prentaðar bækur,
heldur og ýmisleg nýsigögn og landabréf
eins og dæmin hér á eftir bera með sér.
Ókostur er það, að Dewey-marktala er
ekki gefin í öllum tilvikum. Á móti veg-
ur það, að hverju riti er gefið efnisorð, eitt
eða fleiri eftir þörfum, og má eftir því eða
þeim auðveldlega flokka ritið. Það er því
geysileg stoð að filmunum, bæði hvað á-
hrærir skráningu og flokkun. Með þeim
má tryggja samræmi í vali höfuðs og
sömuleiðis öryggi í flokkuninni. Ritum sem
eru auðflokkuð, svo sem bókmenntum og fl.
af aðgengilegu tagi flettum við alls ekki upp,
slíkt væri tímasóun, en ýmis erfið rit t.d. á
sviði efnafræði og verkfræði flokkum við nú
24