Bókasafnið - 01.02.1978, Side 33

Bókasafnið - 01.02.1978, Side 33
 mun sérhæfðara en þjóðarlistabókasafnið, enda er bókakosturinn aðeins um 13 þús. bindi, en hins vegar um 50 þús. sýningar- skrár. Bókakosturinn er í samræmi við sér- svið listasafnsins sjálfs sem er: Bresk list (einkum málaralist) — Historic British Collection. Nútímalist — the Modern Collection. Auk þess á sviði mynd- og handmennta og í sambandi við viðgerðir á listaverkum. Grein D. Dean um bókasafn konunglega breska arkitektafélagsins (RIBA), er einnig athyglisverð. Þar kemur t.d. fram að teikn- ingar í safninu eru meira en helmingi fleiri (250 þús.) en bækurnar (100 þús.). Augljóst er að innihald og starfsemi lista- bókasafna geta verið ólík eftir tegund þeirra. „ . . . það er hægt að skilgreina hvað bókavörðurinn þarf að vita eftir tegund safnsins“ (Marco og Freitag. Það má segja að kjarni hvers listabóka- safns séu bækur um listir og sú list að velja þær eftir tegund safnsins. Fawcett skrifar að meginhlutverk listabókasafns sé að hafa sem mest af heimslistinni og mögulegt er, í hvaða formi sem er. Fawcett telur einnig að myndefni sé jafnvel mikilvægara í lista- bókasafni heldur en ritað mál, og P. Pacey tekur í sama streng þegar hann leggur áherslu á gott sjónskyn listabókavarðar. Við sjáum listina fyrst og fremst, og kannski er það það sem aðskilur listina öðru fremur frá öðrum greinum. Hið tvíþætta svið safnsins, ritað og myndefni, getur gefið safninu sérstæðan svip, auk þess að geta valdið ýmsum vandamálum svo sem við flokkun, skrán- ingu, geymslu og í notkun. Listin er alþjóð- leg, svo það markverðasta í rituðu máli og myndefni er oft gefið út með texta á fleiru en einu tungumáli. Oft er efni þetta gefið út fyrir utan venjulegar bókaútgáfur, og e.t.v. 33

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.