Bókasafnið - 01.02.1978, Page 38

Bókasafnið - 01.02.1978, Page 38
Fréttir í stuttu máli Norrænn sumarskóli fyrir bókaverði 1978. Norrænn sumarskóli fyrir bókaverði verður haldinn í Osló í húsakynnum norska bókavarðaskólans dagana 26. júní — 7. júlí. Skólinn er í ár ætlaður bókasafnsfræðingum er hafa hug á að stunda kennslu í bóka- safnsfræði eða sem nú þegar stunda kennslu í greininni. Upplýsingar um skólann, náms- tilhögun og möguleika á fjárstyrk til þess að standa straum af dvalarkostnaði, (en ljóst er nú þegar að þátttakendur greiði sjálfir ferðakostnað) hjá Else Míu Einarsdóttur, s. 91—24698 eða Þórdísi Þorvaldsdóttur, s. 91-37838. Landsfundur íslenskra bókavarða 1978. Eins og kunnugt er lagði aðalfundur Bókavarðafélags íslands 1977 til að næstu landsfundir bókavarða yrðu haldnir í sam- ráði við Samband íslenzkra sveitarfélaga eftir því sem hægt væri, enda var lands- fundur bókavarða 1976 haldið í framhaldi af ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfé- laga um almenningsbókasöfn. Þetta fyrir- komulag gaf mjög góða raun og hafa flest erindin á ráðstefnu sveitarstjórnarmanna birst í málgagni þeirra, Sveitarstjórn- armálum. Sambandsþing íslenzkra sveitarfélaga verður haldið dagana 4.-6. september n.k. Það hefur þess vegna komið til tals að halda landsfund bókavarða í tengslum við sam- bandsþingið eða fimmtudaginn 7., föstu- daginn 8. og laugardaginn 9. september n.k. 38

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.