Bókasafnið - 01.11.1985, Qupperneq 4

Bókasafnið - 01.11.1985, Qupperneq 4
Norrænt samstarf 15. Norræna bókavarðaþíngið haldið í Reykjavík i&VX 24.—27. júní 1984 ^ “v Helgi Magnússon bókavörður Landsbókasafni íslands^^ Aðdragandi og undirbúningur Norrænu bókavarðaþingin eiga sér alllanga sögu. Hið fyrsta þeirra var haldið sumarið 1926 í Hinds- gavl á Fjóni í Danmörku og hafa þau síðan verið haldin að jafnaði á ijögurra ára fresti, nema á hcims- styrjaldarárunum síðari. fslenskir bókaverðir sóttu þingin lítt lengi framan af en á hinum síðari þingum hafajafnan nokkrir þeirra verið og tekið vaxandi þátt í þing- störfum. Þingin hafa verið haldin til skiptis á Norðurlöndunum en fóru lengstum fram hjá íslandi, vegna fámennis og erfiðra aðstæðna hcr. Það gerðist svo á 14. þinginu, sem haldið var í Stokkhólmi í ágúst 1980, að Þórdís Þorvaldsdóttir, þáverandi formaður Bókavarðafélags íslands, kvaddi sér hljóðs í þing- lok og bauð norrænum bóka- vörðum til íslands sumarið 1984. Þar með var teningunum kastað. Ekkert félag eða samband nær til allra bókavarða á Norður- löndum. Eina samnorræna sam- band bókavarða er Nordisk viden- skabeligt bibliotekarforbund, NVBF (Samband norrænna rannsóknar- bókavarða). Félög bókavarða á öllum Norðurlöndunum nefna til fulltrúa í nefnd er semur faglega dagskrá hvers þings, en félögin í því landi þar sem þingið skal haldið í hverju sinni sjá um undir- búning og framkvæmd þing- haldsins að öðru leyti. Stjórn Bókavarðafélags íslands ákvað að leita til Elfu-Bjarkar Gunnarsdóttur borgarbókavarðar um að taka að sér embætti for- manns undirbúningsnefndar. Að öðru leyti var leitað til deilda Bókavarðafélagsins og bókafull- trúa ríkisins um að tilnefna full- trúa í nefndina, auk þess sem stjórnin nefndi til formann Bóka- varðafélagsins. Undirbúnings- nefndin varð þannig skipuð: Elfa- Björk Gunnarsdóttir (formaður), Helgi Magnússon (ritari), Hrafn Harðarson, Kristín H. Péturs- dóttir og Þorleifur Jónsson (gjald- keri), og ennfremur formenn Bókavarðafélagsins hverju sinni: Erla Kristín Jónasdóttir, Sigrún Klara Hanncsdóttir og á síðasta skeiði undirbúningsins Eiríkur Þ. Einarsson. Nefndin kom fyrst saman vorið 1981 og alls áttu formlegir fundir hennar eftir að verða hálfur fjórði tugur, en óformlegt samstarf og samvinna nefndarmanna að sjálfsögðu margfalt meira. Fyrsta verk íslensku undirbún- ingsnefndarinnar var að leita eftir tilnefningu frá norrænu bóka- varðafélögunum í samnorrænu dagskrárnefndina. Ákveðið var að haga þannig til að frá hverju landi kæmu tveir fulltrúar, annar frá samtökum almenningsbókavarða, en hinn frá samtökum rannsókn- arbókavarða. Nefndin scm síðar kallaði sig ISPLAN ’84 var skipuð á eftirfarandi hátt: Frá Danmörku: Johannes Daugbjerg, aðstoðaryfirbókavörður, Gen- tofte Kommunebibliotek og Ejgil Soholm, fyrsti bókavörður, Stats- biblioteket í Árósum. Frá Finn- Undirbúningsnefndirnar tvœr. Talið frá vinstri: Eiríkur P. Einarsson, Helgi Magnússon, Hrafn Harðarson, Kristín H. Pétursdóttir, ÞorleiftrJónsson, Paul Hallberg, Elfa-Björk Gunnarsdóttir, Marja-Leena Strandström, Ejgil Soliohn, Bendik Rugaas, Olav Zakariassen, Maija Berndtson, Johannes Daugbjerg, Karin Löfdahl. 4 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.