Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 5
Norrænt samstarf landi: Maija Berndtson, Finlands bibliotekförening og Marja-Leena Strandström, bókavörður, Hels- ingfors Universitetsbibliotek. Frá íslandi: Elfa-Björk Gunnars- dóttir (formaður) og Þorleifur Jónsson. Frá Noregi: Bendik Rugaas, yfirbókavörður, Uni- versitetsbiblioteket i Oslo og Olav Zakariassen, yfirbókavörð- ur, Askim Bibliotek. Frá Svíþjóð: Paul Hallberg, yfirbókavörður, Göteborgs Universitetsbibliotek og Karin Löfdahl, bókavörður, Stockholms Stadsbibliotek. Ýmis meginmál er vörðuðu þinghaldið urðu þegar á fyrsta ári íslensku undirbúningsnefndinni ærin umhugsunarefni, svo sem að finna næg og heppileg húsakynni, ýmis samskipti við innlenda og erlenda aðila sem leita þurfti til, ýmislegt jaðarefni á dagskránni, en fjármálin kostuðu þó án efa langmesta vinnu og yfirlegu. Ljóst var frá upphafi að þing- haldið yrði afar dýrt en sjóðir bókavarðarstéttarinnar hafa aldrei verið digrir. Fargjald og uppihald hlaut að verða æði dýrt á mæli- kvarða frænda okkar á Norður- löndum. Þátttökugjaldi varð því að stilla í hóf til að fæla fólk ekki frá komu hingað. Fyrirlesarar hlutu að verða kostnaðarsamir og ýmis innlendur kostnaður einnig ærinn. Ákveðið var að leita eftir fjárstuðningi frá Norrœua menning- armálasjóðuum og Menntamálaráðu- neytinu en síðar einnig hjá NORD- INFO, og brugðust allir þessir aðilar vel við og veittu allveru- legar fjárhæðir til þingsins. Fljót— lega var gerð svo nákvæm fjár- hagsáætlun sem unnt var, er síðan var í stöðugri endurskoðun allan undirbúningstímann en allar götur fram til þingsins var fjár- hagurinn drjúgt áhyggjuefni. Fljótlega á árinu 1981 var ákveðið að fá Ferðaskrifstofu ríkisins til samstarfs. Sá ráðstefnu- deild Ferðaskrifstofunnar um að taka við og halda reiðu á þátttöku- tilkynningum, bókanir á hótel- um, leigu á húsnæði til þinghalds- ins og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Fulltrúi ráð- stefnudeildarinnar við undirbún- ingsstarfið var Þórunn Ingólfs- dóttir og naut nefndin hollrar ráð- gjafar hennar á öllum stigum undirbúningsins. Fyrsti fundur ISPLAN-nefnd- arinnar var haldinn í Reykjavík í mars 1982 og voru þá lögð fyrstu drög að dagskrá þingsins. Rætt var um það hvort þingið skyldi bera sérstaka yfirskrift og fjalla um ákveðið þema. Höfðu menn m.a. í huga að árið 1984 er þekkt vegna skáldsögu George Orwells með sama nafni og oft til þess vitnað í vangaveltum um framtíð- ina. Hér gæfist því tilefni til að setja saman heildstæða dagskrá um bókasöfn í framtíðarsamfélag- inu. Af þessu varð ekki en samt báru ýmsir þættir hinnar endan- legu dagskrár svip af þessum hug- myndum. Ráðgert var að halda þingið um miðjan júní en það átti eftir að breytast er í ljós kom að búið var að festa allt gisti- og fundarrými í Reykjavík á þeim tíma fyrir þing norrænna bæklun- arlækna. Síðan leið allt árið 1982 með stöðugri vinnu við ýmsa þætti þinghaldsins og ýmsar breytingar urðu á þeim áætlunum sem í upp- hafi voru gerðar. ISPLAN- nefndin kom saman í Osló 10. september og þar voru teknar ýmsar ákvarðanir um veigamikla þætti, svo sem þátttakendakvóta fyrir hvert land, útsendingu þátt- tökueyðublaða, þingtímann sem ákveðinn var 24.-27. júní og fleira. Frá upphafi hafði verið ætlað að leggja áherslu á hlut bókasafna í rækt ýmissa menning- arþátta, einkum þó bókmennta, enda hafði árið 1984 verið helgað norrænum bókmenntum. Gert hafði verið ráð fyrir að haldið yrði hér á landi mót bókmenntagagn- rýnenda frá öllum Norður- löndum á svipuðum tíma og bókavarðaþingið, og virtist álit- legt að njóta góðs af því varðandi efni og fyrirlesara að einhverju lcyti. Þegar kom fram á árið 1983 varð ljóst að af þessu móti yrði ekki og olli það nokkrum breyt- ingum á dagskránni, sem varð að mestu fullmótuð er líða tók á árið, einkum á tveimur fundúm ISPLAN-nefndarinnar, öðrum í Kaupmannahöfn í maí en hinum í Reykjavík í nóvember. Starf íslensku nefndarinnar beindist á þessu ári mjög að hinum síerfiðu fjármálum. Voru allar klær hafðar úti til að afla fjár en jafnhliða var gengið endanlega frá ýmsum þáttum þinghaldsins, svo sem þeim er vörðuðu þátt- töku ríkis og borgar. Seint á árinu var ákveðið að halda í tengslum við þingið námskeið um löggjöf er varðar almenningsbókasöfn, á vegum NORDFOLK (Nordisk Folkebibliotekskomité). Ut kom vandað hefti af Scandi- navian Public Library Quarterly í lok árs 1983 og fjallaði um ísland og málefni íslenskra bókasafna. Kristín H. Pétursdóttir, bókafull- trúi, ritstýrði heftinu. Þessu íslandshefti SPLQ var dreift til þátttakenda á þinginu. Árið 1984 rann upp fyrr en varði og tók nú tíminn að styttast til að ljúka mörgu því er gera þurfti. Þátttökueyðublöð voru send erlendis í lok ársins 1983 og frestur til að tilkynna þátttöku veittur til 1. mars, en síðar lengdur um einn mánuð fyrir danska gesti af sérstökum ástæð- um. Þá voru send út þátttöku- eyðublöð til íslenskra bókavarða og sveitarstjórnarmanna og þeim veittur frestur til 1. apríl. Þátttaka norrænna bókavarða virtist lengi framan af ætla að verða mun dræmari en ráð var fyrir gert. Hinn 15. mars höfðu aðeins rúm- lega 200 skráð sig eða um 100 færri en ætlað hafði verið. Olli það nefndinni þungum áhyggjum, ekki síst vegna fjárhagsins. Síðar létti þeim áhyggjum þó af nefnd- inni, helst fyrir þátttöku íslend- inga, sem varð miklu fleiri en vonir höfðu staðið til. Alls urðu þinggestir428, þar af293 erlendir. Mikil vinna fór í að hafa sam- band við væntanlega fyrirlesara og ganga frá komu þeirra og hlut í dagskránni. Þeir urðu alls 57, svo margir vegna hinnar íjölbreyttu dagskrár, þar sem oft gerðist tvennt eða þrennt samtímis. Ýmsar breytingar urðu á fyrirles- araskránni næstum til hins síðasta BÓKASAFNIÐ 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.