Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 16
Almenningsbókasöfn þar sem kannaðir eru ýmsir þættir umhverfisins úr sögu eða atvinnu- lífi, og framhaldsskólanemendur velja gjarnan viðfangsefni úr heimahögum sem efni í lokarit- gerðir. Söguskoðunin hefir einnig breyst mikið á síðustu árum. Áður fjölluðu sagnfræðingar aðal- lega um stjórnmálasögu og valda- baráttu, en nú eru viðfangsefnin gjarnan tengd sögu hins almenna manns. Sagnfræðingar og félags- fræðingar gera nákvæmar rann- sóknir á smásamfélögum, sem oft geta svo leitt til nýs skilnings á sögu og ýmsum vandamálum annarra og stærri heilda. En hvar skal þá afla fanga? Hvert á að fara til að fá upplýsing- ar? Og þá er komið að aðalefni þessarar samantektar. Aðstada bókasafna Leiðin hlýtur að liggja til bóka- safnsins. Þar eiga upplýsingarnar að vera. En það er mjög misjafnt hvernig almenningsbókasöfn eru viðbúin þessum vaxandi áhuga á persónu- og umhverfissögu. f nágrannalöndum okkar hafa margar og þykkar bækur verið ritaðar um einstök héruð, sögu- staði, hús og önnur mannvirki og gefnar út skrár yfir slík rit. í Noregi og Danmörku jókst áhugi fólks á átthaga- og umhverf- issögu í kjölfar þjóðfélagsbreyt- inga á sjötta og sjöunda áratugn- um. í Noregi efldist mjög starf Norsk Lokalhistorisk Institutt, sem stofnuð var 1955, en markmið þess er m.a. að stuðla að rann- sóknum á átthagasögu á sem víð- tækastan hátt með útgáfustarf- semi, ráðgjafaþjónustu, nám- skeiðahaldi o.fl. Statens Biblio- tekskole í Oslo hefur haldið all- mörg námskeið um átthagasöfn í almenningsbókasöfnum, og hefur þátttaka bókavarða í þeim verið mjög mikil. Við endurskoðun á dönsku bókasafnslögunum er gert ráð fyrir að söfnun til átthagasögu falli undir starfssvið almenningsbóka- safna, og er það í raun og veru eðlileg útfærsla á skyldu almenn- ingsbókasafna til að afla upplýs- inga og miðla þeim til almenn- ings. Hér á landi hafa almennings- bókasöfn ekki haft bolmagn til að sinna átthagasögu skipulega, þrátt fyrir ákvæði í reglugrð (9. gr.). En fjöldi áhugamanna hefur unnið ómetanlegt menningarstarf með því að halda til haga eða safna markvisst efni, sem annars væri löngu glatað. Allmörg félagasamtök og stofnanir hafa safnað efni er varðar sögu þeirra, en þau söfn eru yfir- leitt ekki aðgengileg til notkunar, flest hvorki flokkuð né skráð. Þó að mikil framför hafi orðið í málefnum almenningsbókasafna hér á landi á síðustu árum, þá vantar ennþá mikið á skilning stjórnvalda á þýðingu bókasafna fyrir menntun og menningu þjóð- arinnar. Fæst söfn hafa húsrúm til þess að sinna frumskyldum sínum, hvað þá að efna til sér- stakrar deildar fyrir átthagasöfn, ekki einu sinni stærstu söfnin. En þó að ekki blási byrlega er samt rétt að glöggva sig á því hvaða cfniskostur ætti að vera á slíku safni og hvaða hlutverki bókasafninu er ætlað að inna af hendi. Hlutverk almennings- bókasafna í reglugerð um almenningsbóka- söfn frá 7. mars 1978 segir svo: »9■ gr- Hlutverk miðsafns er m.a.: 5. að vera upplýsinga- og gagnamið- stöð, þar sem haldið sé sérstaklega til haga efni, sem varðar umdæm- ið, sem í hlut á, að því leyti sem slík varðveisla er ekki sérstaklega öðrum falin.“ Samkvæmt þessu ber safninu að „halda til haga“ ótilteknu efni, ekki safna tilteknum efnisflokk- um. Stundum getur verið erfitt að skera úr um hvort efni eigi heima á skjalasafni eða bókasafni og „lærða menn“ greinir á um það. Sérstakar reglur gilda um öll opin- ber skjöl. Þau ber að varðveita á þjóðskjala- eða héraðsskjalasafni skv. Reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 61, 1951. Öðrumáligegnirum ýmis önnur skjöl, s.s. skjöl fyrir- tækja, einkaskjöl o.fl. í Dan- mörku og Noregi er algengt í fámennum héruðum að skjalasöfn séu í tengslum við almennings- bókasöfn eða í vörslu þeirra, en í stærri bæjum eru þau sjálfstæðar stofnanir. Stundum skarast efni þannig að það hæfir báðum safn- tegundum. Hægt er að miða við þá „þumalfmgurreglu" að fjöl- faldað efni eigi að vera á bóka- safni, en „unika“ á skjalasafni. Söfnunarefnið er svo margþætt að nauðsynlegt er að raða því á forgangslista sem unnið er eftir. Safnkostur Tillaga að forgangslista. 1. Prentað efni: Bækur, tímarit, árbækur, blöð, smáprent, kaflar úr bókum og tímaritum sem varða héraðið, blaðaúrklippur, kort. Vaflaust er talsvert til í safninu af bókum sem fjalla um efni tengt héraðinu, en nauðsynlegt er að kanna það og bæta úr eftir þörfum. Tímarit og héraðsblöð, sem gefin eru út í héraðinu eru sjálfsögð, en það þarf líka að leita uppi greinar í blöðum og tíma- ritum og fá ljósrit af þeim. Oftast er auðvelt að fá ókeypis blöð, fréttabréf og ársskýrslur stofnana og félagasamtaka í héraðinu, ef eftir er leitað. Blaðaúrklippu- söfnun er mikið þolinmæðisverk, því það þarf alltaf að vera á varð- bergi, en þó sérstaklega þegar eitthvað frásagnarvert gerist í hér- aðinu. En það er hægt að spara sér fyrirhöfnina með því að gerast áskrifandi að úrklippuefni, og getur e.t.v. stundum verið hag- kvæmara en að kaupa dagblöðin. Gömul landakort þarf að fá ljósrit af og jarðfræði- og gróðurkort þurfa að vera til. 2. AV-efni. Nýsigögn: 16 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.