Bókasafnið - 01.11.1985, Qupperneq 31

Bókasafnið - 01.11.1985, Qupperneq 31
Skólasöfn safna og er að sjálfsögðu öllum heimil þátttaka. Kenya Kenya er fyrsta land í Afríku sem hýsir IFLA-þingið, og var það haldið í hinni frægu Kenyattaráð- stefnuhöll í Nairobi. Yfirskrift ráðstefnunnar var The Basis of Information Servicesfor National Dcvelopment sem mætti túlka sem grundvöll upplýsinga- þjónustu fyrir þróun hvers lands. Það skemmtilega við þetta þing var, að þar var mjög tekið mið af þeim aðstæðum sem söfn í þriðja heims ríkjum búa við og mikil áhersla lögð á sérvandamál þess- ara ríkja, t.d. skort á hæfu starfs- fólki, skort á bókum á þeim fjöl— mörgu tungumálum sem töluð eru í þessum ríkjum, auk þess vandamáls sem er sífellt viðloð- andi, þ.e. ólæsi. Á IFLA-þingum er fjallað um málefni er varða allar safnateg- undir, enda eru alþjóðlegu bóka- varðasamtökin IFLA mjög flókin og margþætt samtök, og liver dcild (section) er með eigin dagskrá. Sú deild sem cg sit í stjórn fyrir, Skólasafnadeildin, var með dagskrá heilan dag. Voru þar flutt fyrstu drög að menntunarkröfum skólasafnvarða, sem hefur hvílt á mínum herðum undanfarin 3 ár, og flutti ég fyrirlestur sem ég nefndi The sclwol librarian in information society - an outline of conipetency requirements. Einnig flutti Maurice Line, hinn frægi upphafsmaður hugmyndar- innar um allsherjaraðgang að heimildum (UAP), fyrirlestur um hlutverk skólasafna í þeirri hug- sjón að allir hafi aðgang að hcim- ildum. Sviptnynd úr Midkiff Learning Center Nokkrar heimsóknir voru farnar í skólasöfn, og var ekki hægt annað en dást að því hve mikið var þó hægt að gera úr litlu. Megnið af þeim bókitm sem voru þar í skólasöfnum voru gjafa- bækur frá Bretlandi, og í þcim fáu skólum sem höfðu bókasöfn var bókakosturinn minni en ein bók á barn. Athygli vakti einnig það vandamál sem skólarnir þar þurfa að glíma við, að ekki er hægt að lána börnum heim bækur, vegna þess að húsakynni þeirra er þannig að bækur eyðileggjast auðveld- lega í moldarhúsum, þar sem hús- dýrin ganga inn og út um híbýli fólksins. Ekki var hægt að heimsækja svo þessa framandi heimsálfu að ekki væri farið í skoðunarferðir. Allir sem koma til Kenya verða að fara í Safari jafnvel einn dag eða svo. Ólýsanlegt var að fara niður til Amboseli Park við rætur Kili- manjarofjallsins fræga og aka þar á milli ljóna og nashyrninga og sjá fílana í skrúðgöngu eftir eyði- mörkinni. Eða að sjá einmana gíraffa bera við himin í ljósaskipt- unum. Afríka er engu lík! Nú á þessu ári, 1985, rennur út kjörtímabil mitt í stjórn skóla- safnadeildar IFLA. Er þá enginn íslendingur í stjórn neinnar deildar innan IFLA, og oft hefi ég vcrið eini Islendingurinn sem sótt hefur IFLA-þingið. Við svo búið má ekki sitja lengi. Við bóka- verðir hér á landi megum til með að fylgjast með því sem gerist er- lendis í bókasafnamálum. Ég þekki engan betri vettvang en IFLA-þingin til þess að fá á örskömmum tíma yfirlit yfir það helsta sem er að gerast á hinum ýmsu sviðum greinarinnar. Ég hvet því alla sem mögulega geta til að sækja þessi þing sér til gagns og ánægju. Næsta tækifæri verður í sumar í Chicago 18,— 24. ágúst. Almenna bókafélagið Austurstræti 18 - Sími 91-25544 BÓKASAFNIÐ 31

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.