Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 9
Bókasöfn í nýju húsnæði
Bjamastofa
og Héraðsskjalasafh
Siglufjarðar
Þann 18. ágústs.l. var brotið blað
í menningarsögu Siglufjarðar, er
tekin var í notkun minningarstofa
sr. Bjarna Þorsteinssonar tón-
skálds og fræðimanns og tónlist-
ardcild tengd nafni hans. Einnig
var Héraðsskjalasafn Sigluíjarðar
opnað almenningi.
Að lokinni athöfn við leiði sr.
Bjarna og konu hans kom á annað
hundrað manns saman í Bókasafni
Siglufjarðar. Halldóra Jónsdóttir
formaður bókasafnsstjórnar setti
samkomuna og skýrði tilefni
hennar í fáeinum orðum. Óli J.
Blöndal rakti feril sr. Bjarna og
lýsti síðan yfir, að minningar-
stofan og tónlistardeildin skyldu
bera nafnið Bjarnastofa skv. sam-
þykkt bókasafnsstjórnar. Þar næst
tók til máls bókafulltrúi ríkisins,
Kristín Pétursdóttir, og færði
bókasafninu gjafir frá ýmsum
aðilum í Reykjavík. Bæjarstjór-
inn, Óttarr Proppé, lýsti aðdrag-
anda þess, að Bjarnastofa varð til
og lýsti því næst yfir, að Bjarna-
stofa og Héraðsskjalasafnið væru
opnuð almenningi. Þá tóku til
máls tveir afkomendur sr. Bjarna
og létu í ljós þakklæti til þeirra,
sem staðið hefðu að þessari
framkvæmd. Siglfirskir listamenn
sungu og léku á hljóðfæri lög eftir
sr. Bjarna á milli ræðuhalda. Að
athöfninni lokinni var öllum
bæjarbúum boðið til kaffidrykkju
á Hótel Höfn.
Aðdragandi að stofnun Bjarna-
stofu og skjalasafnsins er í stuttu
máli á þá leið, að árið 1977 ritaði
bókasafnsstjórn bréf til Bæjar-
stjórnar Siglufjarðar og óskaði
eftir viðbótarhúsnæði fyrir minn-
ingarstofu sr. Bjarna og skjala-
safn. Varð bæjarstjórnin fúslega
við þessari beiðni, og var helm-
ingur af annarri hæð ráðlnissins
látinn í té í þcssu augnamiði.
Þegar þessum áfanga var náð,
var Helgi Hafliðason arkitekt beð-
inn að teikna þær breytingar, sem
gera varð á húsnæðinu. Síðan
hófst peningasöfnun til að fjár-
magna þessar framkvæmdir. Var
farið í ýmsar stofnanir og fyrir-
tæki, og voru undirtektir yfirleitt
góðar. I júní 1982 var svo hafist
handa fyrir alvöru. Skv. fram-
kvæmdaáætlun átti að ljúka verk-
inu á tveimur árum, og stóðst lnin
fullkomlega.
Meðan á þessum fram-
kvæmdum stóð var mér sem for-
stöðumanni bókasafnsins falið að
nálgast muni sr. Bjarna, svo sem
orgel, skrifborð og önnur
húsgögn, helgisiðabækur,
myndir, nótur o.fi. Gekk það
greiðlega, og voru aðstandendur
sr. Bjarna mjög hjálplegir við
þessa söfnun. Við sem að þessum
framkvæmdum stóðum erum að
vonum ánægðir með, hversu vel
hefur tekist. Markmiðið með
þeim er fyrst og fremst að sýna
helsta leiðtoga okkar Siglfirðinga
í andlegum sem veraldlegum
efnum virðingu og þökk fyrir
ómetanleg störf fyrir bæjarfélagið
og alþjóð.
Með tilkomu Héraðsskjala-
safnsins er leyst úr miklum vanda,
þar sem hætta var á að glatast
myndu mikil og söguleg verð-
mæti þjóðinni allri til óbætanlegs
tjóns. Þar á ég við síldvciðitíma-
bilið, þegar allir landsmenn fylgd-
ust með Siglufirði, sem var frægur
fyrir síldarútgerð, enda átti þjóð-
arbúið mikið undir þessum at-
vinnuvegi. Við Siglfirðingar
vorum lánsamir að njóta aðstoðar
Frosta Jóhannssonar þjóðhátta-
fræðings, sem tókst að bjarga
miklum sögulegum verðmætum
frá glötun, þó æskilegt hefði verið
að hann hefði verið fyrr á ferðinni.
Verslunarbækur, skjöl og afritun-
arbækur, sem mikla sögu hafa að
segja eru nú komnar fram í dags-
ljósið. Skjalasafnið hefur þrjú her-
bergi til umráða, og er aðstaða
fyrir 6—8 manns til að vinna að
verkefnum sínum.
Óli J. Blöndal
forstöðumaður Bókasaftis Siglufjarðar.
BÓKASAFNIÐ
9