Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 25
Skólasöfn Bókasófh framhaldsskólanna utan höfudborgarsvæðisins Grímhildur Bragadóttir bókavörður Fjölbrautaskólans á Akranesi Kennsluhættir hafa tekið miklum breytingum síðasta áratug, bæði í grunnskólum og á framhalds- skólastigi. Kalla þeir með vaxandi þunga á góð skólasöfn. Söfnin hafa því miður ekki fengið að þróast sem skyldi á þessum tíma og hafa stjórnendur menntamála í landinu ekki verið nógu vakandi varðandi eðlilega uppbyggingu þeirra. Nokkuð hefur þokast í rétta átt með bókasöfn grunnskól- anna, einkum í Reykjavík. En bersýnilegt er að ef hægt á að vera að halda uppi nútímalegum kennsluháttum í íslenskum fram- haldsskólum á komandi árum verður að gera stórátak í bóka- safnsmálum þeirra. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í íslensku efnahagslífi verður vonandi ekki gerð sú skyssa að draga meira úr íjárveitingum til fræðslumála en þegar hefur verið gert. Allar helstu menningarþjóðir gera sér ljóst að undirstaða góðs skóla, auk vel menntaðs starfsliðs, er gott bókasafn. Víða erlendis eru nýir skólar hannaðir þannig að frumkjarni og miðpunktur stofn- unarinnar er bókasafnið og koma svo aðrar deildir út frá því. Nýlega gerði ég athugun á aðbúnaði og starfsemi bókasafna í 8 framhaldsskólum hérlendis utan höfuðborgarsvæðisins, 4 fjölbrautaskólum og 4 mennta- skólum. Könnun þessi var gerð þannig að búinn var til spurninga- listi og hringt út í skólana. Voru það ýmist bókaverðir skólanna eða skólameistarar sem urðu fyrir svörum. h Niðurstöður þessarar athug- unar fara hér á eftir. Fjölbrautaskólinn á Akranesi í Fjölbrautaskólanum á Akranesi var bókasafnið ásamt lesstofu flutt síðastliðið haust í nýuppgert 126 m2 húsnæði sem er alveg mið- svæðis í stofnuninni á jarðhæð. Möguleikar eru á stækkun síðar. Hillurými er nægilegt fyrir safn- kost en nokkuð vantar enn af hús- gögnum og búnaði. Sími er vænt- anlegur. Safnkostur er um 6000 bindi bóka og tímaritaáskriftir eru 90. 85 myndbönd eru á safninu, en önnur nýsigögn eru geymd í kennslustofum, málveri og í vinnuherbergi kennara og sér bókavörður um skráningu þeirra. Bókavörður er Grímhildur Bragadóttir bóksafnsfræðingur og er í 3Á starfi. Auk hennar starfa við safnið einn fyrrverandi kenn- ari (um 10 vikustundir) og 6-7 nemendur. Vinna þeir við afgreiðslu, gæslu, plöstun bóka og ýmislegt fleira. Safnið er opið 47 klukkustundir á viku, mánu- daga til fimmtudaga kl. 8—17 og föstudaga kl. 8-16, en að auki tvo tíma eitt kvöld í viku. Nemendur í skólanum eru 510 í dagskóla á framhaldsskólastigi og 92 í 9. bekk, sem er inni í áfangakerfi skólans, og 80 nem- endur eru í öldungadeild. Kenn- arar og aðrir starfsmenn eru 55. Bókasafn F. A. hefur frá upphafi verið mikið notað en eftir flutn- inginn í nýja húsnæðið hefur aðsóknin enn aukist. Lesstofa er sömuleiðis mikið notuð en þar og á safni eru sæti fyrir 45 manns. Bókakostur er bestur í sögu og Bókavörður Fjölbrautaskólans á Akranesi hjálpar nemanda við efnisleit. BÓKASAFNIÐ 25

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.