Bókasafnið - 01.11.1985, Side 30

Bókasafnið - 01.11.1985, Side 30
Skólasöfn Skólasöfn í suðii og vestii Sigrún Klara Hannesdóttir lektor í bókasafnsfræði við Háskóla íslands Á síðastliðnu sumri gafst mér tækifæri til að sitja tvær alþjóð- legar ráðstefnur, þ.e. ráðstcfnu IASL (International Association of School Librarians), Alþjóðlegu skólasafnasamtakanna, og IFLA (International Federation of Library Associations and Institu- tions), Alþjóðlegu bókasafnasam- takanna. Árið 1983 sótti ég einnig báðar þessar ráðstefnur sem þá voru haldnar í Vestur-Þýskalandi, en árið 1984 var IASL-þingið á Hawaii en IFLA-þingið í Kenya. Þess má geta hér að aðalmunur- inn á þessum tveimur þingum er sá, að IASL fjallar eingöngu um skólasöfn, en IFLA um öll söfn og því eru tiltölulega takmarkaðar dagskrár, sem hver safnategund getur boðið upp á. Þar fæst aftur á móti mjög góð yfirsýn yfir öll svið bókasafnsfræðinnar, stefnu- mörkun, menntunarmál, þjón- ustu við vísindamenn, þjónustu við hina ýrnsu hópa samfélagsins, þróun samskiptatækni, tölvu- þróun o.s.frv. Tæplega er hægt að hugsa sér ólíkari aðstæður skólasafna og menntamála yfirleitt en í þessum tveimur löndum, og verður lítil- lega gerð grein fyrir þessu hér á eftir. Hawaii Á Hawaii var ráðstefnan haldin í stærsta skólasafni sem ég hefi augum litið, þ.e. skólasafni Kamehameaskólans. Þessum skóla var upphaflega ætlað að þjóna börnurn af hawaiiönskum uppruna og gefa þeim bcsta hugs- anlega menntun á framhalds- skólastigi. Skólinn hefur nú um 2600 nemendur, og keppnin er hörð að komast þar að. Safnið er einstakt í sinni röð og heitir Midkiff Learning Center. Engar tölur voru gefnar upp um stærð þess, en einn bókavörðurinn sagði okkur að það væri ein ekra (um 4000 m2!) og hefði hillurými fyrir 70.000 bækur auk allra nýsigagna. Mikla athygli vekur geysistór eintrjáningur sem komið hefur verið fyrir hangandi eftir endi- löngu safninu. Þar er sérstakt safn, þjóðdeild, fyrir allt efni sem tengist Hawaii og sögu eyjanna. Einnig eru sjónvarpsherbergi þar sem hægt er að framleiða hvers kyns sjónvarpsþætti, tækjasafn gott fyrir alls kyns gagnafram- leiðslu og mjög gott rými fyrir alla safnvinnu með vinnuher- bergjum af ýmsum stærðum. Dagskrá ráðstefnunnar ein- kenndist af einkunnarorðum hennar School libraries / media cent- ers. Partners in education. Á hverjum degi var lögð áhersla á eitt samvinnuhugtak og ýmsir fyrirlestrar féllu að hverju hug- taki. Samherjar í þjónustu: Samvinna almennings og skólasafna. Samherjar í kennslu: Safnleikni, lestur og bókmenntir. Samherjar í bókalestri: Höfundar og bókasöfn. Samherjar í námi: Skólinn og samfé- lagið. Þátttakendur í að auka skilnitig tnantia á meðal: Bókasöfn fraintíðar. Lögð var áhersla á hversu víð- tæk samvinna skólasafna á að vera til þess að skólasafnið sé í takt við hið innra starfskólans, samfélagið og aðrar þær stofnanir sem hafa hliðstæð verkefni á dagskrá, að ógleymdum barnabókahöfund- um og útgefendum sem hafa úr- slitavald um það hvort þær bækur sem skólarnir og skólasöfnin þarfnast sjá dagsins ljós. Skiptist dagskráin í fræðilega fyrirlcstra og svo beinar leiðbein- ingar, t.d. hvernig ætti að láta börn framleiða sínar eigin bækur. Voru lagðar fram til sýnis bækur sem börn höfðu unnið, nokkurs konar myndskreyttar vinnubæk- ur, auk þess sem Hawaiibúar hafa í nokkur ár gefið úr árlega ljóð eftir börn í sérstakri bók. Mjög var það líka áhrifamikið að sjá myndband sem nýflutt víetnömsk börn höfðu gert af flótta sínum á bátræksni frá Víet- nam. Stúlka sem tók þátt í þessu hafði orðið fyrir nauðgun og öllu sem þau áttu hafði verið rænt. Myndirnar voru allar teiknaðar og síðan var talaður texti með. Á þennan hátt hafði myndbanda- tæknin í Kamehameaskólanum verið nýtt fyrir þessi ungmenni. Næsta þing IASL verður í Kingston, Jamaica 28. júlí— 2. ágúst. Fjallað verður þar um stefnumörkun í málefnum skóla- 30 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.