Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 32
Tölvumál Starfsemi tölvunefhdar Þórir Ragnarsson Háskólabókasafni Nýskipan tölvunefndar í októbcr 1984 var tölvunefnd bókasafna endurnýjuð til eins árs og gerðar á henni nokkrar breyt- ingar. Er nefndin nú skipuð sjö mönnuni og fara nöfn þeirra hér á eftir: Andrea Jóhannsdóttir hjá bókafulltrúa ríkisins, Elfa-Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörður, Hrafn Harðarson Bókasafni Kópavogs, Jóhann Gunnarsson Rciknistofnun Háskólans, Sólveig Porsteinsdóttir Læknisfræðibókasafni Landspítala, Stefanía Júlíusdóttir Landsbókasafni, Pórir Ragnarsson Háskólabókasafni. Pess skal getið að Andrea Jóhannsdóttir og Hrafn Harðar- son eru tilnefnd af bókafulltrúa ríkisins, en að öðru leyti er nefndin skipuð af Samstarfsnefnd um upplýsingamál. Formaður er Þórir Ragnarsson og ritari Stef- anía Júlíusdóttir. Við þau þáttaskil sem nú verða í starfsemi tölvunefndar þykir hlýða að gera í stuttu máli grein fyrir upphafi þessarar nefndar og starfsemi hennar til þessa. Upphafið Á fundi Samstarfsnefndar um upplýsingamál 24. febrúar 1981 var samþykkt stefnumörkun um tölvuvinnslu í íslenskum rann- sóknarbókasöfnum. Fól hún m.a. í sér: — að við tölvuvæðingu rannsókn- arbókasafna skuli við það miðað að þau myndi alhliða kerfi (þ.e. kerfi sem tekur til ýmissa þátta í safnstarfsemi, svo sem skráningar, útlána og aðfanga); — að tölvuvinnsla hefjist í stærstu bókasöfnunum og önnur söfn bætist við síðar; — að fyrsti áfangi tölvuvinnslu taki til skráningar. í stefnumörkuninni er jafn- framt gert ráð fyrir að sett verði á stofn tölvunefnd til þess að leggja á ráðin um framkvæmdir. Var nefndin sett á laggirnar þegar á þessum sama fundi. Eftirfarandi menn voru tilnefndir: Ólafur Pálmason Landsbókasafni, Páll Jensson Reiknistofnun Háskólans og Þórir Ragnarsson Háskóla- bókasafni. í stuttri skýrslu, dagsettri í maí 1981, gerði tölvunefnd grein fyrir tillögum sínum varðandi tölvu- vinnslu í bókasöfnum. Meginefni þeirra var þetta: 1) Samið verði MARC-snið fyrir íslensk bókasöfn. 2) Keypt verði örtölva til Lands- bókasafns. 3) Skráningar- og vinnsluforrit íslcnskrar bókaskrár verði unnin að nýju og þá sam- kvæmt MARC-sniði. 4) Byrjað verði á því eins fljótt og kostur er að skrá íslenskar bækur eftir MARC-sniði (og var þá átt við bæði nýskrán- ingu og skráningu eldri bóka). 5) Gerðar verði tilraunir með samskrá bókasafna (erlendar og íslenskar bækur). Tölvunefnd sendi frá sér nýja skýrslu í febrúar 1982. Þar var um að ræða nánari röksemdir og ýtar- legri lýsingu á þeim tillögum sem fram koma í hinni fyrri skýrslu, ennfremur kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis sem nefnt er undir lið 3. Þegar þetta er ritað (í árslok 1984) hafa tvö fyrst nefndu atriðin í tillögum tölvunefndar komist í framkvæmd. Stækkun tölvunefndar Að loknu fyrsta starfsári nefndar- innar var ákveðið að bæta við tvcimur fulltrúum. Var talið æski- legt að annar kæmi frá almenn- ingsbókasafni, en hinn frá sér- fræðibókasafni, enda nauðsyn á að fá fram sjónarmið bókavarða úr slíkum söfnum. Varð það þá að ráði að þær Elfa-Björk Gunnars- dóttir og Sólveig Þorsteinsdóttir tækju sæti í nefndinni. Einnig varð sú breyting í okt. 1982 að Jóhann Gunnarsson Reiknistofn- un Háskólans tók sæti Páls. ísMARC Tölvunefnd hefur talið það grundvallaratriði að samið verði MARC-snið fyrir íslensk bóka- söfn. í þessu efni fer nefndin troðna slóð svo sem ljóst má vera þegar litið er til tölvuvæðingar bókasafna í nálægum löndum. Með því að nota eitt og sama skráningarsnið er tryggt að bóka- söfnin geti nýtt sér skráningu hvers annars og steypt saman skrám, jafnvel þótt svo kunni að hátta til að bókasöfn noti ekki sömu tölvutegund eða sömu for- rit til vinnslu. Litið hefur verið á sameiginlega notkun eins sniðs sem lágmarkssamræmingu. Því miður hafa tafir orðið á samningu hins íslenska MARC- sniðs (ísMARC). En þegar þetta er ritað er sniðið tilbúið í handriti og verið að ganga frá því til birt- 32 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.