Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 15
Almenningsbókasöfn Átthagadeildir í almenningsbókasöfnum Jóna Þorsteinsdóttir héraðsbókavörður Kirkjubæjarklaustri Á síðustu árum hefur áhugifólksfyrir uppruna sínum og umhverfifarið vaxandi. Sem dæmi um það hér á landi eru útgáfur ættatala, ættamót og feiknarlegur áhugi fyrirgömlum húsum og hverskonar gömlum munum. Mikil iðnvæðing og áætlanir um virkjanir og verksmiðjur, sem hafa íför með sér miklar breytingar á lífi þeirra sem búa umhverfis þá staði, bæðifélagslegar og efnahagslegar, hafa vakið almenning til umhugsunar og endurmats á umhverfi sínu. I kjölfarþessa fylgir svo löngun og nauðsyn til að kynna sér söguna ígegnum tíðina. Sjálfsagt eru margar ogfölþættar orsakirfyrirþessu. Eg ætla að tína saman nokkur atriði sem eiga sinn þátt íþessari þróun. Sögulegar forsendur í umróti tveggja hcimsstyrjalda og geysilegrar tæknibyltingar hefur orðið svo mikil breyting á lífsháttum fóks á öllum sviðum, að segja má að yngsta kynslóðin skilji vart mál hinnar elstu - og öfugt. Nútímabarn borgarsamfélags- ins á jafnvel auðveldara með að ímynda sér líf í geimstöð hcldur en öreigalíf fyrri kynslóða. Og nútíma borgarsamfélag hefur skapað nýtt gildismat. Borgamyndun og fólksflótti úr sveitum, ör hagvöxtur með árekstrum milli auðlindanýtingar og umhverfisverndar, samfélags og náttúru hefur leyst úr læðingi sjálfvakta varnarbaráttu almenn- ings víða um lönd. Almenningur hefur vaknað til nýrrar sjálfsvit- undar, pólitískrar og menningar- legrar og til baráttu fyrir nærsam- félaginu sem athvarfi eðlilegra mannlegra samskipta. Hugtök eins og „umhverfis- vernd“ og „menningarvernd“ voru lítt þekkt fyrir aðeins fáum árum, en nú vita víst flestir að þetta eru tveir þættir sama málefn- is. Viðbrögð stjórnvalda við vax- andi áhuga og kröfum almennings um þessi mál voru ef ekki andstæð, þá að minnsta kosti frekar í orði en á borði. En þetta hefur breyst talsvert á allra síðustu árum. En um leið og hafin er barátta fyrir einhverju málefni eða stað, þá vaknar áhugi á að þekkja söguna og það er líka nauðsynlegt til þess að geta skírskotað til stað- reynda máli sínu til stuðnings. Það er auðvitað hægt að nefna ótal dæmi frá ýmsum löndum, bæði stór og lítil Á styrjaldartímum eflist þjóð- ernisvitund almennt, það er alkunna, en innanlandsmál geta líka haft mikil áhrif á afstöðu manna til byggða eða staða. Sem dæmi um það má nefna að þegar lögum um sveitarfélög var breytt í Danmörku 1970, en þá var steypt saman ntörgum hreppafélögum, olli það miklum félagslegum breytingum og miklum deilum. í Noregi háðu umhverfisverndar- menn harða baráttu við stjórnvöld vegna áætlana um virkjanir og verksmiðjubyggingar, en þeir óttuðust félagsleg og fjárhagsleg áhrif þeirra á byggðarlögin umhverfis þessar framkvæmdir. Á íslandi eru í fersku minni langvinnar deilur og blaðaskrif um Bernhöftstorfuna. En fleira má nefna. Eldri kyn- slóðin, sem hefur lifað meiri breytingar á lifnaðarháttum og umhverfi en dæmi eru til, lítur til baka þegar um hægist og hlýtur þá að finna þörf fyrir að rifja upp tímana tvenna. Og svipað er hægt að segja um þá sem nauðugir vilj- ugir flytja búferlum, oft vegna duttlunga vinnumarkaðarins. Margir eru svo bundir átthögum sínum að bústaðaskipti eru þeim raun, sem þeir reyna að létta, stundum með því að sökkva sér niður í sögu heimahéraðsins, en líka stundum með því að kynna sér hina nýju byggð til þess að finna rótfestu á nýjan leik. Enginn vafi er á því að örar breytingar á samfélagi auka áhuga fyrir átthagasögu og hvetur fólk til að reyna að bjarga frá gleymsku einhverju af sagnaarfleifð byggðar sinnar. Skólarnir eru líka farnir að leggja meiri áherslu á umhverfis- fræðslu. Gildir það bæði um grunnskóla og framhaldsskóla. Oft fer kennslan fram í hópvinnu, BÓKASAFNIÐ 15

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.