Bókasafnið - 01.11.1985, Side 20

Bókasafnið - 01.11.1985, Side 20
Skólasöfn Nemendur Menntaskólans við Snnd vinna að verkefnagerð í bókasafni skólans. ákaflega takmörkuð og engin reglugerð, staðlar eða starfsrcglur eru til fyrir söfn á því skólastigi sérstaklega. Fá þau þannig ónóga staðfestingu á tilveru sinni í lögum og reglugerðum. í lögum um menntaskóla (nr. 12/1970) segir í 21. grein: „Við hvern menntaskóla skal vera safn bóka og annarra kennslugagna, er nemendur eigi aðgang að jafnt á kennslutíma sem utan hans. I tengsl- um við bókasafnið skulu vera lestrar- salir og skal kveðið á um stœrð þeirra i reglugerð þeirri er um getur í 20. gr.“ í 20. gr. segir orðrétt: „í hverjum menntaskóla skal séð fyrir húsrými á skólalóð eða i næsta ná- grenni er nægi til allrar starfsemi hans, svo sem kennslustofum af við- eigandi gerðum, bókhlöðu... . Yfir- stjórn skólanna skal setja sérstaka reglugerð þar sem kveðið er á um lág- markskröfur í þessum efnum og hlut- fall milli húsrýmis og nemenda- fjölda." Ekki hafa enn sem komið er verið sett nein ákvæði um lág- markskröfur um stærð bókhlöðu eða um hlutfall milli húsrýmis og nemendafjölda. Reyndar er í 53. grein reglugerðar um mennta- skóla frá 1974 (nr. 270/1974) starfssviði bókavarðar lýst á eftir- farandi hátt: „Bókavörður hefur umsjón með bókakosti skólans og lestrarsölum. Hann annast skráningu bókasafnsins og sér um að halda því í röð og reglu og annast innkaup bóka til safnsins ísamráði við skólastjóra og deildarstjóra. Hann leiðbeinir nem- endum um, hvernig þeirgeti sem best hagnýtt sér bókasafn skólans. í skóla þar sem starfbókavarðar erfullt starf skal leita eftir manni með sérmenntun bókavarða til starfans.“ Um bóka- söfn er annars ekkert að finna í reglugerðinni nema 20. og 21. grein laganna eru endurprentaðar svo til stafréttar í 61. og 62. grein reglugerðarinnar. Eina breytingin er að kveðið cr á um í 61. grein, að menntamálaráðuneytið skuli setja reglugerð um lágmarkskröfur um húsnæði og hlutfall milli húsrýmis og nemendafjölda, en í lögunum er aðeins talað um að „yfirstjórn skólanna“ skuli setja þessa reglu- gerð sem ekki hefur enn séð dags- ins ljós. Benda má á að til skamms tíma hcfur engin ein deild í menntamálaráðuneytinu haft með málefni framhaldsskóla að gera og virðast þeir hafa lent á milli hæða í ráðuneytinu. En hvað er þá sagt um bókasöfn og starfsemi þeirra í Frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem taka til náms á framhaldsskólastigi og fjalla um menntaskóla, fjölbrauta- skóla og ýmsa sérskóla (sbr. lög um skólakerfi nr. 55/1974, 2. gr.)? Um átta ár cru nú liðin frá því að frumvarpið var fyrst lagt fram, og ætla má að þeir sem að skólamálum starfa séu orðnir ansi langeygir eftir því að sjá frumvarp til laga um framhaldsskóla taka gildi eða löggjöf um samræmdan framhaldsskóla yfirleitt. Það er engu líkara en hætt sé að reikna með að þau verði samþykkt í náinni framtíð og hver skóli um sig reyni að byggja sig upp eftir bestu getu auk þess sem skólarnir hafa einnig komið á samræmingu sín á milli. Markmiðslýsing framhalds- skóla kemur fram í 3. grein laga- frumvarpsins og segir þar orðrétt: „Hlutverkframhaldsskóla crað veita menntun, er sé á hverjum tíma mark- viss undirbúningur starfs eða frekara náms og stuðli jafnframt að alhliða þroska nemandans sem einstaklings og þátttakanda í lýðræðissamfélagi. “ í frumvarpinu kemur ekkert fram um bókasöfn nema í 24. grein er „starfræksla skólasafns“ talin til starfsþátta framhaldsskóla. I3ó lög um framhaldsskóla séu hugsuð sem rammalöggjöf þá hefði verið æskilegt að skólasöfnunum og starfsfólki þeirra hefði verið gerð greinarbetri skil í þeim, t.d. er í lögunum ekki kveðið á um hver ráði skólasafnvörð eða hvaða skil- yrði hann þarf að uppfylla, enda þótt fjallað sé um þessi mál hvað varðar kennara og skólastjóra. Hvað varðar staðfestingu á tilveru skólasafna í lögunum eru þau afturför frá fyrri lögum. Rær raddir gerast reyndar sífellt háværari að ekki sé æskilegt að þetta lagafrumvarp verði staðfest í núverandi mynd. Framgangur laga í einhverri mynd er eigi að síður grunnurinn undir það, að reglugcrðir um framhaldsskóla yrðu settar og þá væntanlega einnig reglugerð um starfsemi bókasafnanna, því eftir markmið- um laga verður markmið skóla- safnanna að mótast hvað alla starf- semi þeirra varðar, gagnaval og vinnubrögð. Vonandi er að ekki dragist þá eins úr hömlu að setja reglugerð um skólasöfn á framhaldsskóla- stigi eins og raunin hefur orðið á um reglugerð fyrir skólasöfn á 20 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.