Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 21
Skólasöfn grunnskólastigi. Lögin um grunnskóla voru samþykkt vorið 1974, og nú 11 árum síðar er reglugerðin um skólasöfnin enn að velkjast í ráðuneytinu ósam- þykkt og mun nú liggja fyrir í 10. útgáfu. Rétt er að benda á hér að á þriðja ársþingi Bókavarðafélags íslands, þann 18. maí sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun um skólasöfn í framhaldsskólum: „Starfsemi skálasafna íframhalds- skólum verði efd og þeim tryggður viðunandi starfsgrundv'óllur, m.a. hvað húsnœði, innkaup og mannafla varðar. “ Grunnskólar í Reykjavík eru að því ley ti betur settir en aðrir skólar á landinu, að Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hefur tekið af skarið og sett reglugerð fyrir skólasöfn í Reykjavík. Ennfremur hafa þau notið þjónustu miðstöðvar sem séð hefur um uppsetningu safn- anna, annast innkaup fyrir þau og sér um flokkun, skráningu og frágang cfnis til þeirra. Skóla- safnamiðstöð þjónar einnig tveimur framhaldskólum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Ármúlaskóla og Kvennaskól- anum í Reykjavík. Hin söfnin eiga þess kost að kaupa samsvarandi þjónustu fyrir íslenskar bækur hjá Þjónustumiðstöð bókasafna. Flest þeirra kaupa þaðan spjaldskrár- spjöld, en sjá um frágang á þeim svo og annan frágang á safnkosti sjálf. Bókaverðir í framhaldsskólum stofnuðu með sér samstarfshóp í mars sl. Vonandi er að þeir geti með sameiginlegu átaki þokað hagsmunamálum safnanna áleiðis. Staða safnanna Breska bókavarðasambandið (Li- brary Association) mælir með því að bókavörður sé ráðinn að skóla 6—12 mánuðum áður en skólinn hefur formlega göngu sína. Ef þetta er ekki liægt verði a.m.k. að fá bókasafnsfræðing til að gefa holl ráð og er þetta talið mikils virði ef safnið á að geta þjónað til- gangi sínum (sbr. Platt). Því fer fjarri að þetta hafi vcrið haft í huga hér á landi, heldur hafa söfnin orðið til af ákveðinni þörf, sem skapast hefur innan skólanna fyrir efni til að vinna með. Einstakir áhugasamir kennarar hafa þá gjarnan farið á stúfana og fengið heimild til að kaupa gögn sem síðan hafa smám saman hlaðist upp, og að lokum hefur markviss skipulagning orðið óhjákvæmi- leg. Skólasöfn sem slík eru ótrú- lega ný af nálinni við framhalds- skóla hér á landi. Þann 1. janúar 1980 var fyrst ráðinn bókasafns- fræðingur í stöðu bókavarðar við almennan framhaldsskóla í Reykja- vík og þá í Vi stöðu við Mennta- skólann við Sund sem hefur yfir 800 nemendur. Heldur hefur starfs- mannakvótinn hækkað síðan, því nú er komin heil staða við skólann og öll söfnin hafa nú bókasafns- fræðimenntuðu fólki á að skipa. Erfitt er að gefa tölfræðilegar upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer á skólasöfnunum því ekki er liægt að mæla í beinum tölum það gagn sem safnnotendur hafa af söfnunum, og auk þess er ýmsum annmörkum háð að njörva lifandi starf niður í tölur og töflur. Á meðfylgjandi töflu er yfirlit um ástand nokkurra grund- vallaratriða varðandi söfnin fyrir árin 1983 og 1984. Miðað við staðla UNESCO um skólasöfn, sem sýndir cru til samanburðar, eru öll söfnin undirmönnuð, búa við ónógan og ófullnægjandi húsakost og hafa ennfremur flest haft ónógan fjár- hagslegan grundvöll til uppbygg- ingar safnskosts. Við einn skólann, þ.e. Verzlunarskóla íslands, er meira að segja alls ekkert bókasafn starfrækt og nemendum er vísað út á guð og gaddinn með sína bókalista. Nú í september var ráðinn bókasafns- fræðingur í fullt starfað skólanum og unnið er að stofnun skólasafns. Hvað fjárhagsvandann varðar er í mcnntaskólunum ekki einu sinni nein sérstök fjárveiting til safn- anna, heldur er tekið af almennu rekstrarfé skólanna, og dæmi eru þess að skólafélagsgjöld renni til skólasafns. Mjög brýnt er að söfnununt sé tryggður viðunandi rekstrargrundvöllur og þau fái sérstaka fjárveitingu. Erfitt er um vik um skipulagningu bókakaupa og uppbyggingu safnkosts ef ekki er fyrir hendi ákveðin fjárveiting fyrir skólasafnið. Þegar á heildina er litið held ég að segja megi að skólayfirvöld einstakra skóla séu söfnunum vel- viljuð og vilji veg þeirra sem mestan, en lágar fjárveitingarsetja skólunum þröngar skorður. Nú sem stendur er mikill þrýstingur á skólana um að tölvuvæðast, og er ekki örgrannt um að það sé á kostnað skólasafnanna. Ef til vill eimir þar eftir af þeim fordómum að bókvitið verði ekki í askana látið. En það olli bókavörðum við bókasöfn á framhaldsskólastigi þó vonbrigðum, að ekki var komið inn á málefni safnanna á ráðstefnu Félags skólameistara um framhaldsskólann sem haldin var haustið 1984. í töflunni kemur berlega í ljós að mjög misjafnlega er að söfn- unum búið. Milli áranna 1983 og 1984 var verðbólgan 29,2%, miðað við framfærsluvísitölu. Sé litið á prósentuhækkun fjárveit- inga til safnanna milli ára kemur í ljós að fjögur af þeim söfnum, sem upplýsingar liggja fyrir um, halda ekki í við verðbólguna. Hjá einu er aukningin rétt yfir verð- bólgumörkum, en hins vegar eru önnur þrjú vel yfir þeim, og hefur Flensborgarskólinn í Hafnarfirði þar algera sérstöðu. Séu fjárveit- ingar skoðaðar með tilliti til nemendafjölda kemur einnig mikill munur í ljós milli skóla. Er fjárveiting á nemanda fyrir árið 1984 allt frá kr. 73 til kr. 750. Hjá flestum skólanna liggur upphæðin á bilinu 100—200 kr. Heldur virðist hafa harðnað á dalnum hjá flestum safnanna milli þessara tveggja ára, sem könnunin tekur til, og minna fást fyrir peningana því hjá flestum safnanna, sem upplýs- ingar eru fyrir hendi um bóka- kaup hjá, hafa þau dregist saman milli þessara tveggja ára. í stöðlum UNESCO er mælt með að árleg aðföng safngagna séu þrjú eintök á nemanda meðan á uppbyggingu safns stendur. Því BÓKASAFNIÐ 21

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.