Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 33

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 33
Tölvumál ingar. Stefanía Júlíusdóttir bóka- vörður í Landsbókasafni hefur einkum unnið að þessu verki. Bláa skýrslan Tölvunefnd bókasafna sendi frá sér í maí 1984 þriðju skýrslu sína um tölvuvinnslu í bókasöfnum (bláa að lit) og er litið svo á að hún taki við af hinum fyrri. Lagt er til m.a. að byggður verði upp gagna- banki (samskrá fyrir íslensk bóka- söfn) og áhersla lögð á að bæði almenningsbókasöfn og rann- sóknarbókasöfn geti átt aðild að slíkum banka. Miðað er við að færslur í gagnabankanum verði í ísMARC-sniði. Ennfremur að hann taki ekki einvörðungu til bóka og tímarita í aðildarsöfnum, heldur og til fleiri tegunda efnis, svo sem tímaritsgreina, hljóðrita og korta. Lagt er til að slíkum gagnabanka verði sem fyrst fundið hentugt rekstrarform og fjárhagsgrundvöllur. Önnur verkefni Fjölmörg mál hefur borið á góma í tölvunefnd bókasafna og yrði of langt mál að rekja þau hér. Frá upphafi hefur nefndin safnað all- miklum upplýsingum um erlend tölvukerfi fyrir bókasöfn og kannað sum þeirra. Einnig hafa nefndarmenn kynnt sér tölvumál bókasafna erlendis, bæði með því að sækja fundi og fara í kynnis- ferðir. Pá er vert að geta þess að nefndin tók í júlí 1982 á móti góðum gesti frá Danmörku, Mogens Weitemeyer frá Konung- lega bókasafninu í Kaupmanna- höfn, en hann er sérfróður um MARC-kerfi. Tölvunefnd hefur leitast við að kynna íslenskum bókavörðum og öðrum störf sín, verkefni og hug- myndir. Þetta hefur verið gert með því að dreifa fundargerðum nefndarinnar, kveðja bókaverði til funda og taka þátt í umræðum og kynningu á vegum annarra, auk þess sem nefndin hefur sent frá sér nokkur fréttabréf. Verkcfna- skýrslu hefur verið skilað árlega til Samstarfsnefndar um upplýsinga- mál og loks hcfur Fjárlaga- og hagsýslustofnun Fjármálaráðu- neytis verið gerð sérstaklega grein fyrir starfi og tillögum nefndar- innar. Næstu verkefni Tölvunefnd bókasafna er ráðgef- andi aðili og hefur ekki yfir fjár- magni að ráða. Meðan svo háttar er einatt tvísýnt hvernig til tekst um framkvæmdir. Helsta verkefni nefndarinnar á næstunni verður að kanna hvort finna megi fyrirhuguðum gagna- banka bókasafna heppilegt rekstr- arform og traustan fjárhags- grundvöll, en farsælt samstarf bókasafna um tölvuvinnslu er mjög undir því komið að þetta takist. Af öðrum málum sem tölvu- nefnd mun fjalla um á næstunni mætti nefna þessi: 1) Frágangur handbókar um ísMARC. 2) Gerð skráningarforrits eftir ísMARC. 3) Samin verði greinargerð um kröfur sem gera verður til tölvukerfa fyrir íslensk bóka- söfn. 4) Gerð verði úttekt á ýmsum stærri og smærri bókasafns- kerfum sem í boði eru erlendis með tilliti til þess möguleika að kaupa kerfi hingað til lands. 5) Kannað verði með hvaða hætti nokkur gagnavinnslukerfi sem til eru hér á landi geti með- höndlað skráningartexta með ísMARC-sniði. Að lokum er rétt að geta þess að tölvunefnd hyggst birta öðru hverju fréttir af starfi sínu í Fregnum. ÞARSEM ÞIÐERUÐAD STORFUM -ERUM VIÐLÍKA BIN4ÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI BÓKASAFNIÐ 33

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.