Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 8
Norrænt samstarf Það var oftglatt á lijalla áfagnaðinum á Hótel Sögu. Hver er svo niðurstaðan og hver er árangurinn af þessu sam- norræna bókavarðaþingi og hvaða gildi hafa svona þing yfir- leitt? Um hið fyrra má segja að þingið hafi haft mikið gildi bæði fyrir heimamenn og gesti. íslenskir bókaverðir kynntust nú í fyrsta sinn starfssystkinum sínum á Norðurlöndum í svo stórum stíl og þeim málum sem þau fást við. Sjóndeildarhringur- inn víkkaði að mun. Hinirerlendu gestir kynntust landi og þjóð og aðstæðum þeim sem íslenskir bókaverðir búa við, margir í fyrsta sinn. Af því getur margt leitt, meðal annars það að betur verði eftir okkur munað á erlendum vettvangi. Um hið síðara hefur margt verið rætt og ritað en ætli það sé ekki réttast, sem sumir segja, að gildi þinga mcgi meta eftir því sem eftir situr þegar hinn beinharði fróðleikur er tekinn að falla í gleymsku. 16. norræna bókavarðaþingið verður haldið í Noregi 1988. Sjálf- sagt er að hvetja sem flesta íslenska bókaverði til að sækja það þing, m.a. til að endurnýja kynni frá þinginu í Reykjavík. Of langt er að bíða næsta þings hér á landi því að það verður ekki fyrr en árið 2004! STÓRVIRKI UM SKAEJÁRELDA SKAFARELDAR 1783-1784 RITGERÐIR OG HEIMILDIR Tvær aldir eru liönar frá lokum Skaftárelda, og er þess minnst meö útgáfu þessa stóra verks meö ritgeröum og heim- ildum um eldana og Móöuharöindin. Hér skrifa margir okkar bestu fræöimanna á sviöi sagnfræöi, jaröfræöi, læknisfræöi og landafræöi um þetta mesta gos frá þvi land byggöist og afleiöingarþess. Sagt er frá nýjustu jaröfræóiniöurstööum um eöli gossins, gerö grein fyrir áhrifum þess á byggö, bændur og búaliö, og rakin vióbrögö stjórnvalda i Kaupmannahöfn og „aöstoö" ein- okunarverslunarinnar. Þá er i bókinni itarlegur og áhrifamikill heimildahluti meö samtimalýsingum á gosinu og ástandi ís- lands árin 1783—1784. Þessi sérlega eigulega bók er prýdd fjölda mynda, bæöi svarthvitra og i litum, og i henni eru mörg kort. Bókin er i senn handbók, visindarit og fróðleiksnáma um einhverja mestu hörmungartima íslandssögunnar. Ritnefnd hennar skipuöu þeir Sveinbjörn Rafnsson, Þorleifur Einarsson, Gylfi Már Guö- bergsson, Gisli Ágúst Gunnlaugsson og Siguröur heitinn Þór- arinsson. rjefum góðar bœkur Mál IMI og menning 8 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.