Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 28
Skólasöfn Yfirlit yfir bókasöfn I átta framhaldsskólum utan höfuðborgarsvæðisins Ncntenda- Kcnnararog Staða bókasafns í árslok 1984 Stöðugildi Jjöldi aðrirstarfs- Notendur Bókaeign Afgrciðslu- hanstið tnenn hanstið 1 ímarita- tími, klst. Sími á Bókasafns- Kennarar Aðrir Skóli 1984 1984 sanitals í m2 haupa sl. ár Bittdi áskrijtir á viku safni frœðingar Fjölbrautaskólinn á Akranesi 682 55 737 126 220.000 6000 90 47 nei2) 75% 25% 6nem. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 320 20 340 12 60.000 1600 15 25 nei 60% Fjölbrautaskóli Suðuriands 507 57 564 40 180.000 1565 57 40 nei 50% 37% + Fjölbrautaskóli 1 nem. Suðurnesja Menntaskólinn 779 58 837 80 250.000 3500 100 42 nei 50% 25% 6nem. á Akureyri Menntaskólinn 720 50 770 138 20-30.000 8800 30 50 já 75% 5 nent. áEgilsstöðum 230 20 250 20 _i) 1500 6 30 já 25% Menntaskólinn áísafirði Menntaskólinn 140 18 158 100 J) 3500 56 45 50% já á Laugarvatni 170 14 184 54 30.000 5800 Engar 15 nei 25% 1) Tölur liggja ckki fyrir, cn mjög lítið kcypt á síðasta ári. 2) Sími væntanlcgur í vetur. Meðfylgjandi tafla gefur nokk- urt yfirlit yfir helstu atriði þess er að framan er skráð. Jafnramt auð- veldar hún samanburð. Niðurstöður Svo sem sjá má af framanskráðu er æðimisjafnt hvernig búið er að bókasöfnum framhaldsskólanna. Aðbúnaður safnanna í nokkrum skólum er allgóður og fer heldur batnandi en sums staðar virðist ríkja algjör kyrrstaða og ekki von á breytingum næstu árin. Hús- næði safnanna er og mjög mis- munandi allt frá rúmgóðum sölum niður í geymslukompur. í þremur þeirra skóla, sem hér er fjallað um, eru starfandi bóka- safnsfræðingar við söfnin, — á Akureyri, í Keflavík og á Akra- nesi. Á Selfossi er bókavörður einn af kennurum skólans sem hefur 30 einingar í bókasafns- fræði. Við skólana á ísafirði, Laugarvatni og Sauðárkróki er engin staða bókasafnsfræðings en kennarar annast söfnin í auka- vinnu. Á Egilsstöðum er bóka- vörður héraðsbókasafnsins í ]A starfi við bókasafn Menntaskól- ans. Það segir sig sjálft að efskóla- bókasafn á að geta þjónað tilgangi sínum þarf að vera við störf sér- menntað fólk, a.m.k. einn bóka- safnsfræðingur í hverjum skóla. Bókakostur þeirra safna sem til umræðu cru í þessari grein er, eins og tölurnar sýna, misjafn að vöxtum. Um gæðin er hins vegar ekki unnt að ræða hér, til þess þyrfti ítarlegri könnun. Sums staðar hcfur fyrsti stofn safnanna verið bókagjafir frá einstaklingum og síðan verið bætt við þann stofn með árlegum innkaupum. Til sumra safnanna liefur sáralítið verið keypt af bókum árum saman. Hætt er við að erfitt sé að halda uppi „lifandi" safni þar sem þannig er í pottinn búið. í yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um skóla- söfn segir svo meðal annars: „Árangursrík þjónusta skólasafna er höfuðnauðsyn, til að fræðslu- og uppeldisstarf skóla megi ná settu marki, og nauðsynlegurþáttur ílieild- arþjónustu safna Iwers lands. Virk þjónusta skólasafns hefur eftirtalin markmið: — að styðja ætíðfræðslu- og uppeldis- starfskóla og örva nýjungar ískóla- starfinu; — að tryggja sem auðveldastan aðgang að fjölbreyttum gögnum og þjónustu; — að kenna nemendum undirstöðuað- ferðir í að afla sérJjölbreyttragagna og nýta þau; — aðgera þá að œvilöngum notendum bókasafna til skemmtunar, fræðslu og símenntunar. Til að ná þessum markmiðum vcrður skólasafn að ráða yfir: - starfsliði, sérmenntuðu i uppeldis- og bókasafnsfræðum, með nægilega margt aðstoðarfólk sér við hlið; - nœgum safnkosti, þ.e. hagnýtum prentuðum heimildum og nýsi- gögnum; — húsnæði, sem rúmar safnkost og veitirgreiðan aðgang að honum og auðveldar þjónustu. “2> Enn vantar allmikið á í flestum skólasöfnum á íslandi að þessum markmiðum verði náð. En við skulum vona að þau náist og að það taki ckki alltof langan tíma. Ef eitthvað á að gerast í bóka- safnsmálum framhaldsskóla á íslandi á næstum árum, þannig að bókasöfnin standi undir nafni, þarf að verða víðtæk hugarfars- breyting. Hún þarf einkum að eiga sér stað hjá stjórnmála- mönnum og embættismönnum „kcrfisins" er ákvörðunarvald hafa um íjárveitingar til mennta- kerfisins. Þessir menn verða að átta sig á því að bókasafn í skóla er cins og hvert annað kennslutæki, e.t.v. það mikilvægasta og það sem síst má vanta. Ég tel að skólamenn, kennarar 28 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.