Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 34

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 34
Leiðbeiningar um frágang handrita Leiðbeiningar um frágang handiita Handrit skal vélrita öðrum megin á vélritunarpappír af stærðinni DIN A4. Línubil skal vera tvöfalt og minnst 15 stafabil frá vinstri jaðri blaðsins, svo að þar sé hægt að skrifa leiðréttingar og leiðbein- ingar til setjara. Blaðsíður hand- rits skal tölusetja í röð í hægra horni að ofan. Rétt er að geta þess að ein myndlaus prentuð síða rúmar u.þ.b. 3 vélritaðar síður. IJppsetning Löngum greinum skal skipta í kafla með fyrirsögnum. Þá skulu efnisatriði sett upp á greinilegan hátt, t.d. meðþvíað tölusetja þau. Ný málsgrein skal byrja á inn- dreginni línu (slá 3 stafabil). Leturbreytingar Breytt letur skal gefa til kynna með því að undirstrika orð, sem hafa skal með breyttu letri. Æski- legt er að hafa sem fæstar letur- breytingar og einungis fyrirsagnir feitletraðar. Skýringamyndir Myndir, töflur og línurit skal merkja þannig, að skýrt sé livar þau eigi að birtast í meginmáli. Myndatextar skulu fylgja, og skal merkja aftan á bverja mynd titil greinar, tölu myndar og mynda- texta. Myndatexta skal vélrita aftan við grein, og þá með tölu- sctningu ef myndir eru 2 eða fleiri. Heimildir Heimildum sem notaðar eru skal raða í stafrófsröð í lok greinar, og skal farið eftir nöfnum höfunda, stofnana eða titlum séu höfundar fleiri en 3. Sé vitnað bcint í heim- ildir, skal greina innan sviga rað- orð í heimildalistanum fyrir til- greint atriði ásamt blaðsíðu, þar sem tilvitnun er að finna í heimild- inni (sjá Dœmi). Orðréttar tilvitn- anir skulu vera innan gæsalappa. Titla bóka og tímarita skal undirstrika. Geta skal um útgáfu- stað og útgefanda prentaðra hcim- ilda annarra en tímarita. Athygli skal vakin á því hvar útgáfuár skal setja í heimildagreiningu. Ef rit cr óprcntað skal þess getið innan sviga í lok heimildargreiningar. Nafni heimildarmanns skal fylgja starfshciti og nafn vinnu- staðar. Dœmi Ummæli Jóhannesar Hclga í Bókasafninu (1982) urðu til þess að hleypa af stað umræðum um tengsl bókasafna og bókaútgáfu. Um þau hafði Eiríkur Hreinn Finnbogason þetta að segja: „Bókasöfnin eru þjónustumiðstöðuar fyrir almenning, en hvorkifyrir höf- unda né bókaútgefendur, en geta orðið það óbeint með því að örva áhuga á bóklestri“ (1983:12). Ronald Benge hefur bent á að útgefendur og bóksalar reiði sig meira á við- skipti við bókasöfn nú en áður (1975:114). Þetta gildir vafalaust um dýrar útgáfur og þá sérstak- lega um fræðirit (Schmid (1979): 289). Melcher hefur skrifað fróðlega grein um útgef- endur og bókasöfn (1978), þar sem drepið er á marga þætti í sam- spili þeirra. Heimildir Benge, Ronald (1975): Libraries and cultural change. Rcpr. London, Bingley. Eiríkur Hreinn Finnbogason (1983): Hverjir þjóna hvcrjum? Bókasafnið7 (1): 12. Jóhannes Helgi (1982); „Mikill misskilningur ef bókaverðir halda sig inna af hcndi cinhvcrja þjónustu við rithöfunda . . Bókasafnið 6 (2): 12-13. Melcher, Daniel (1978): Publish- ers and the library. Encyclopedia of library and information science. Executive editors Allen Kent, Harold Lancour, Jay E. Daily. N.Y., Dekker. Vol. 25:1-8. Schmid, Thomas M. (1979): Libraries and publishing : the uneasy partnership. Background readings in building library collec- tions. 2nd ed. Ed. by Phyllis Van Orden and Edith B. Phillips. Metuchen (N.J.), Scarecrow: 289-292. Útdrættir Hverri grein skal fylgja stuttur útdráttur á íslensku, sem rit- stjórnin sér um að láta þýða á ensku. Greinum um íslensk bóka- safnsmál verður gert hærra undir höfði cn öðru efni, því að útdrátt- unum er ætlað að upplýsa erlenda lesendur um bókasöfn og bóka- verði á Islandi. Handrita- og prófarkalestur Ritstjóri les handrit og gerir athugascmdir við þau cf ástæða er til. Nauðsynlcgt er að höfundar láti nöfn sín og heimilisfang fylgja handritum, svo að hægt sé að senda þeim atluigascmdir áður cn þau fara í setningu. Því er nauð- synlegt að þeir haldi eftir afriti. Höfundar skulu dagsetja greinar sínar. Ritnefndarmenn lesa prófarkir af efni blaðsins. Þó geta höfundar grcina lcsið 1. próförk, ef þcir óska þess sérstaklega. Ritnefnd metur hverju sinni livort ástæða sé til að breyta settunr texta, sem er réttur skv. handriti. Leiðbeiningar um leiðréttingu prófarka er að fmna í íslenskum staðli, ÍST 3, Handrit og prófarkir. VG 34 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.