Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.11.1985, Blaðsíða 12
Bókasöfn í nýju húsnæði Bókasafn Seltj amamess Bókasafn Seltjarnarness var opnað almenningi til afnota þ. 21. nóv. 1983 í nýju og glæsi- legu húsi við Melabraut, sent einnig hýsir heilsugæslustöð og tónlistarskóla. Er húsnæði safns- ins um 420 m2 en að auki er gert ráð fyrir geymslu í kjallara. Hús- gögn eru frá Kristjáni Siggeirs- syni, þ.á m. hillur og afgreiðslu- borð frá Reska. Safnið var til húsa í Mýrarhúsa- skóla í áratugi, og gegndi það öðrum þræði hlutverki skóla- bókasafns hin síðari ár. Hver nemandi Mýrarhúsaskóla fær nú sem áður ókcypis eitt lánsskír- teini, sem ein bók er lánuð út á hverju sinni. Bókaeign safnsins er nú um 25.000 bindi. 1984 voru lánuð út 65.680 bindi, þar af um !4 til not- enda sem búa utan bæjarmarka Scltjarnarneskaupstaðar. Á safninu starfa forstöðumaður í fullu starfi, afgreiðslumaður í 75% starfi, bókasafnsfræðingur í hálfu starfi og bókasafnsfræði- nemi í tímavinnu. Árið 1885 var stofnað lestrarfé- lag innan Framfarafélags Seltjarn- arness. Bækur þess mynduðu stofninn í Bókasafni Seltjarnar- ness, og verður það því 100 ára á þessu ári. Forstöðumaður safnsins er Finnur Sigurjónsson. VG Alþingistíðindi í hvert bókasafn! • Umræður á Alþingi eru gefnar út vikulega. • Alþingistíðindi fást í áskrift á vægu verði og kostar árgangurinn 800 kr., en stök hefti 25 kr. • Gamlir árgangar eru flestir fáanlegir. • Afgreiðsla Alþingistíðinda er í Alþingishúsinu. Skrifstofa Alþingis - Sími 11560 12 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.