Bókasafnið - 01.11.1985, Page 6

Bókasafnið - 01.11.1985, Page 6
Norrænt samstarf og stundum nokkuð spennandi hvernig úr mundi rætast en allir skiluðu þeir sér þó að lokum. Þótt undirbúningur hinnar fræðilegu dagskrár tæki mikinn tíma, þurfti ekki síður að hyggja að skemmti- og menningarefni sem ætlaður var hlutur í dagskrá þingsins. Eins og áður sagði hafði verið gert ráð fyrir rnóti bók- menntagagnrýnenda á svipuðum tíma og ætlunin að hafa samstarf við þá, meðal annars með bók- menntadagskrá að kvöldi til. Einnig var um tíma talið að hingað gæti fengist leikflokkur norskra Sama í tilcfni þingsins. Hvorugt rættist. Þá var leitað eftir efni hjá Þjóðleikhúsi og Listahátíð en hjá hvorugum aðilanum var hentugt efni til reiðu. Varð því rninna úr þætti skapandi lista í dagskránni en undirbúningsnefnd hefði viljað. Ýmsar ráðagerðir voru uppi um sýningar á þingtímanum cn þrernur var komið upp sem tengdust þinginu og voru skoðaðar af mörgum þinggestum. Voru það sýning í Landsbókasafni í tilefni 700 ára dánarafmæli Sturlu Þórðarsonar, bókasýningar í bókasafni Norræna hússins og farandsýning um nýbyggingar rannsóknarbókasafna á Norður- löndum á vegum NVBF, er komið var fyrir í anddyri Háskól- ans. Á síðustu vikum undirbúnings- ins fékk nefndin til liðs við sig fleira fólk til ýmissa verka. Anna Torfadóttir og Hildur Eyþórs- dóttir unnu að fjáröflun, Helga Einarsdóttir raðaði niður í fundar- húsnæði og Hrafnhildur Hreins- dóttir starfaði sem blaðafulltrúi. Ýmsir fleiri lögðu hönd á plóginn. Margvíslegt tillag stóru safnanna þriggja, Borgarbókasafns, Lands- bókasafns og Háskólabókasafns, svo og embættis bókafulltrúa ríkisins var afar mikilvægt á þessum tíma sem og á öllum stigum undirbúningsins, og var raunar forsenda fyrir því að hægt var að undirbúa þingið svo sem gert var. Á hinum Norðurlönd- unum eru skrifstofur bókavarða- félaganna önnum kafnar við undirbúning þinganna allt að ári á undan, en starfslið Bókavarðafé- lags íslands er ekki margt sem kunnugt er, og lítið fer fyrir skrif- stofunni. Síðustu dagarnir fyrir þingið voru æði spennandi hjá undirbún- ingsnefndinni en allt komst þó af á tilsettum tíma. Varla er hægt að segja að neitt gengi úrskeiðis, nema þá það að einn danski fyrir- lesarinn kom að luktum dyrum um nótt á Norræna húsinu og gramdist það heldur sem vonlegt var. Þinggestir tóku að flykkjast að á laugardeginum 23. júní og þá var opnuð skrifstofa þingsins, sem starfaði í aðalbyggingu Háskólans og var mönnuð starfs- liði Ferðaskrifstofu íslands og undirbúningsnefndinni. Og sunnudaginn 24. júní var þingið sett í Þjóðleikhúsinu. Þriggja ára undirbúningsvinna var að baki og nú var að því komið að árangur- inn birtist. Þingið og dagskrá þess Setningarathöfnin fór vel og virðulega fram í hátíðlegu umhverfi. Fornraður undirbún- ingsnefndar, Elfa-Björk Gunnars- dóttir, setti þingið og Eiður Guðnason, alþingismaður og formaður norrænu menningar- málanefndarinnar, fluttu ávarp en síðan fluttu fulltrúar grannþjóð- anna kveðjur. Öll komust þau hnyttilega að orði og slógu á létta eða alvarlega strengi eftir því sem við átti en Blásarakvintett Reykja- víkur og listafólk frá Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur komu fram á milli og fluttu nrúsík og dans af listfengi og smekkvísi. Um kvöldið var síðan móttaka á vegum Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins á Kjar- valsstöðum. Var þar vel veitt, létt yfir fólki og gleði góð fram yfir miðnætti. Eins og áður sagði var dagskrá þingsins mjög fjölbreytt og voru oftast tvö eða þrjú efni til með- ferðar á sama tíma. Sá háttur á að tryggja að sem flestir finni efni á sínu áhugasviði, en stundum leiðir það þó til óánægju þeirra sem langar til að fylgjast með fleiru en einu af því sem fer fram samtímis. Því er líka mikilvægt að viðfangsefnin séu nægilega sund- urleit. Sé hins vegar boðið upp á eitt efni fyrir alla er nauðsynlegt að það sé nægilega víðfeðmt til að senr flestir hafi áhuga á því. Því cr ekki að leyna að undirrit- aður er, líkt og aðrir í undirbún- ingsnefndinni, lítt til þess fallinn að grcina ítarlega frá dagskrár- liðunr og nreta gildi þcirra, vegna þess að hann var að jafnaði á Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Elfa-Björk Gunnarsdóttir, fortnaðnr undirbúningsnefndanna tveggja, ganga út úr Þjóðleikhúsinu að lokinni setn- ingarathöfn þitigsins. 6 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.