Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 11
Riínafræði
I I
Rúnaröðin er að mestu leyti hin sama. Kylfver skiftir
um i- og p-rúnunum (en það er naumast elsta röðin),
sömuleiðis ð- og o-rúnunum í 3. ætt; g-rúnin stendur á
Tems á öðrum stað en í hinum, og þar er skift um m, 1
(1, m, líklega fyrir áhrif frá latínska stafrófinu).
Þessir 3 flokkar hafa verið nefndir ættir1) (ef til vill
af »átta«, þvíað 8 eru í hverjum) og kendir við fyrstu
rúnina í hverjum (Freys ætt, Hagals ætt og Týs ætt,
hvernig sem á Freys-nafninu stendur; f-rúnin heitir annars
ætíð fé). Þær rúna-myndir, sem finnast í hinum elstu nor-
rænu ristum, svara svo að segja alveg til þeirra, er nú
hafa verið sýndar; einstöku smáafvik eru til; hliðstafir
geta verið horn-skarpir eða bogadregnir, þverstrik frá
vinstri hlið geta verið bæði upp á við og niður á við.
Hvernig stendur á þessari skiftíngu í 3 ættir, er alveg
dulið, og röð rúnanna er gáta, sem er óráðin og verður
líklega aldrei ráðin.
4. Hvaðan er það nú komið, þetta stafróf? Þar um
hafa verið miklar deilur, og eru ekki búnar enn. I fyrsta
lagi má gera ýmsar almennar hugleiðíngar um það mál.
Það má gera ráð fyrir því, að það sje maður af ger-
mönskum ættstofni, sem fyrstur hefur búið til fúþarkinn.
Hann hefur hlotið að vera dálítið því máli kunnugur, er
notaði það stafróf, sem hann hafði til fyrirmyndar, og
hann hefur hlotið að hafa nokkuð glögt eyra fyrir hljóðum
þess máls og hans eigin. Þar sem hljóðin voru söm eða
að mestu eins, fjell alt í ljúfa löð. En þegar hljóð voru
ólík, lá nærri að nota teikn þess hljóðs, er mest líktist
hans eigin atkvæði. Eins má gera ráð fyrir því, að hann
hafi getað myndað ný tákn, þegar honum þótti þurfa, og
þá í líkíngu við hin, sem hann var búinn að gera eða
stældi. Auðvitað gat hann líka tekið tákn í fyrirmyndar-
Ýngra nafn er þrídeilur.