Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 16
i6
Finnur Jónsson
komnar, sömuleiðis T-rúnin (upphaflega = x, frá latn. X).
Hinsvegar væru líklegast stafirnir ííg, w, o og sennilega
e, g, þ °g 1 frá því gríska. Nöfnin hefðu menn fengið
frá Keltum (t. d. væri bercna, bjarkan, b, þvðíng á gr.
beta, sem í keltnesku máli þýðir björk). Bugge hjelt því
fram, að Gotar hefðu smíðað stafrófið (rúnirnar) eftir herför
þeirra inn í Asíu minni 267.
I hinni miklu rúnabók sinni: Norges indskrifter med
de ældre runer ætlaði Bugge að taka málið til rækilegrar
meðferðar, en ritgjörð hans um það kom ekki fyrr en
1913, 5 árum eftir andlát hans; það má því hlýða að
hverfa að riti um uppruna rúnanna, sem út kom 1904,
og var samið af Svíanum O. v. Friesen: Runskriftens
hárkomst. Ritið tekur málið frá rótum, og skal nú skýrt
frá skoðunum þess.
Fornfræðíngurinn (Svíínn) B. Salin reit bók: Die
altgermanische tierornamentik (pr. 1904). í henni ljet
hann í ljós þann árángur af rannsóknum sínum, að hjá
Gotuin við norðvesturhorn Svartahafsins hefði myndast
allmikil menníng þegar á 2. öld e. Kr. Menníngarstraumur
hefði svo breiðst út frá þeim norður á við, alt norður að
Eystrasalti, (Austur-Prússalandi) um 200. Eftir miðja
4. öld þvarr þessi straumur. Þá komu Slafar fram og urðu
þess valdir, að þessi menníngarstraumur tók aðra stefnu
og fór í vesturátt, og varð Hannóver nú aðalheimili hans.
Almur frá honum gengu þá suður á við til Rínsveitanna
og vestur alla leið til Englands; ein álman fór í norður
til Danmarkar (Jótlands). Þessi straumur flutti með sjer
rúnirnar og má rekja ferilinn eftir útbreiðslu þeirra (sbr.
yfirlitið yfir þær framar).
Þetta vakti v. Friesen til þess að rannsaka uppruna
rúnanna nánar. Niðurstaða hans varð sú, er nú skal
skýrt frá.
Hann álítur þá fyrst, að Gotar, er bjuggu við norður-