Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 31
Rúnafrseði
31
galdratákn. Og þannig eru þær notaðar í elstu kvæðum
og sögum. Vjer víkjum síðar að því. Egill Skallagrímsson
þekti rúnirnar og notaði þær til níðs og töfra (sjá sögu
hans). Orðið stafr (stafir) kemur oft fyrir í kvæðum og
orðum, sem hafa það að síðara samsetníngariið. I Grettis-
sögu er talað um rúnir, ristnar á rótartrje, og var blóði
dreift yfir til þess að gera þær rammari, enda ollu þær
dauða Grettis. Örsjaldan kemur það fyrir, að rúnirnar
sjeu notaðar til þess að láta í ljósi almennar hugsanir
blátt áfram, vera boðberi (»brjef«), svo sem í Atlamálum
hinum grænlensku (kvæði frá n.öld), og er það eftir-
tektavert. Síðar verðum vjer varir hins sama. 1226 kom
ribbúngur einn með »rúnakefli« (þetta orð er víðar haft)
til Hákonar konúngs, er skýrði frá falli Sigurðar ribbúngs.
Annað rúnakefli er nefnt á undan bardaganum á Láku
(1240). Hjer er ekki að tala um rúnaristur til þess að
töfra með, heldur aðeins sem hreint og beint tilkynníngar-
rit. Svo hefur það efalaust verið á II. og 12. öld líka,
jafnframt því að rúnirnar voru notaðar til galdra. Stafrófið
hefur hiotið að vera hið ýngra, 16 stafa stafrófið. Á Is-
landi hafa menn sem annars staðar fundið, hve ónógt það
var. Um 1IOO lifði maður, sem hjet Þóroddur og kallaður
»rúnameistari«. I hinum svonefnda formála fyrir leturs-
ritgjörðunum í Ormseddu er Þórodds getið, en óljóst;
hann á að hafa »sett leturshátt« »í móti látínumanna
stafrófi«. Liggur næst að skilja orð þessi svo, sem Þór-
oddur hafi umbætt rúnastafrófið, svo að það svaraði betur
til latínumálsins og þá líklega til móðurmálsins líka.
Þórodds þessa er getið í Jónssögu byskups og er þar
nefndur Gamlason; hann var allra manna »hagastur«, og
Jón biskup »valdi hann til kirkjugjörðarinnar« (á Hólum).
»Hann var svá næmr, þá er hann var í smíðinni, þá heyrði
hann til er prestlingum var kend íðrótt sú, er grammatica
heitir«, »hann gjörðiz hinn mesti íðróttamaðr í því