Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 43
Rtínafræði
43
Þar eru svnd stafróf úr íslenskum handritum fyrir og eftir
siðabót og nöfn rúnanna. Ný nöfn eru á nýjum rúna-
merkjum, t. d. plástur á p, æsa á æ; tvísteyptur maður eða
harðsól, tvíbentr bogi eða Týrsól.
I litlu handritsbroti (2 blöðum) eru rituð ýms teikn,
sem nefndar eru rúnar, eftir ýmsum tegundum, þar á meðal
»grænlensku rúnar«, »gandrúnar« og margar fleiri. I
hverjum flokki eru ekki nema 5 (eða 3) teikn. En þetta
eru ekki rúnir í eiginlegum skilníngi, heldur nokkurs
konar galdrateikn. Mest líkjast »tjaldrúnir« einni rúna-
tegund (launrúnum), sem er á Röksteini, og líta svo út:
X, X, X, osfrv. I 4. kap. Rúnareiðslu sinnar ritaði Jón
Ólafsson um þess konar rúnir og má vísa til rits Jóns próf.
Helgasonar um Jón Olafsson.
Oddur biskup Einarsson í Skálholti ljet 1592 út
gánga »leiðrjettíngar« m. a. >um þá, sem fara með rúnir,
ristíngar, særíngar, kveisublöð og slíka hluti, að þeir sjeu
settir af sakramenti, ef ei að gjöra fyrir áminníngu« (Árb.
ísl. V, 66). Hjer munu rúnir tákna einhver galdrateikn.
Um 1625 hófst hin mikla galdratrúaröld á Islandi. Prest-
arnir hófust handa og ofsóttu á allar lundir þá, sem ein-
hver grunur fjell á að kynnu rúnir, þótt væru alveg sak-
lausir. Þó munu einhverjir fáráðlíngar hafa þóst geta gert
kraftaverk með galdrastöfum. Þá hófst galdrabrennuöldin,
og það er svo talið, að á árunum 1625 —1690 (hjer um
bil) hafi verið brendir 22 menn á íslandi. Það má víst
nokkuð þakka Árna Magnússyni, að þessum óþokka var
hnekt. I öðrum löndum var ástandið ekki betra, nema
verra væri. Þessi trúarheimska geisaði alstaðar og erein-
hver svartasti blettur á kirkjunni og kristninni.
Það var því engin furða, þó að prestarnir, vinir Óla
Worms, sem hann bað um rúnastafróf, kynokuðu sjer við
að skrifa þau upp og senda honum. Þeir gátu vænt sjer
alls ills fyrir bragðið. Á 17. öld var því engin von til, að