Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 44
44
Finnur Jónsson
rúnafræðin ykist á íslandi eða rit væri samin í þeirri grein.
En svo kemur Jón Ólafsson á 18. öld.
I raun og veru var nú svo, sem áður er á minst, að
menn höfðu haft þá trú mörgum öldum fyrir kristni, að
rúnirnar hefði töframátt. En þessi máttur var líka látinn
felast í því, hve margar rúnir skyldu vera í hverri áletran.
Magnús próf. Olsen er einna fyrstur manna, sem íundið
hefur þessa tölu-þýðíngu áletrana. I hverju rúnaletri
skyldi vera ákveðin tala rúna, og var það þá talan 24 —
eða tala rúnanna í fúþarknum, — sem alt byggist á. Þá
skyldu vera þær tölur í hverri ristu, er gekk upp í 24, 6
eða 8 eða 12 (líka gat verið að ræða um 16, 2 X 8)> eða
margföldun hennar: 48, 72 eða aðrar tölur þeirra á milli,
er deila mátti með 8, t. d. 32, 64 og fl. Vafalaust er
mikið til í þessu, en sumir fræðimenn, er lengst fara,
halda, að þessa talnagaldurs gæti í hverri áletran og
lángt niður eftir öldum. En til þess að fá þessa útkomu
verður reyndar oft að beita ýmsum brögðum og sumum,
er lítt þykja trúleg. Og bágt á maður með að trúa á
þenna talnagaldur í kristnum áletrunum, nema það þá
hafi verið dauður lærdómur og forn vanafesta, sem haldið
var í án þess að nein dýpri þýðíng væri lögð í málið.
Víst er um það, að í sumum fornristum finnast alt aðrar
tölur en þær, sein getið var, t. d. 5 (í ke\baj/, þalÍR), 14
eða 19 {fino saligastÍR', ðagaR ]uir runo faihiðö). Á gull-
horninu eru 32 þ. e. 24 + 8 eða 4X8. En það sem á
því stendur [ek hlevagastÍR holti%aR horna tawiðo — ek
Hlégestr hyltingr horn táða — gerða) er ekki annað en
tilkynníng um, hver gerði eða bjó hornið, og er ekki vel
hægt að skilja, hvaða galdur geti komið hjer til greina.
Fyrir því virðist svo, sem hjer þurfi varkárni við og að
sjá við því, að feti sje gengið framar en hæfilegt sje.
Sumir fræðimenn, t. d. Bj. M. Ólsen og P. G. Thorsen,
hafa haldið, að rúnir hefðu verið notaðar á íslandi á II.