Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 45
Rúnafræði
45
og einkum á 12. öld til þess að skrifa bækur með. »Elsta
ritöldin var rúnaöld«. En þetta er fullur misskilníngur,
enda hafa engar sannanir verið færðar fram fyrir því, að
svo hafi verið, sem duga. Engir aðrir en »lærðir« menn
fengust þá við bóklega ment. Þeir sem ætluðu að gerast
prestar lærðu í skólum utan lands og innan þau fræði,
sem komu til greina og krafist var, að klerklegir menn
kynnu, þar á meðal var latína.
Alt fór svo að segja fram á því máli. Menn urðu að
læra að lesa og skrifa latínu, og þá auðvitað sjálfsagt með
latínustöfum. Frá því að skrifa upp latínskar bækur, prjedik-
anir, helgra manna sögur og því um líkt og til þess að
geta skrifað eitthvað á móðurmáli sínu var skrefið í raun
og veru ekki stórmikið. Auðvitað var það ekki alveg
einfalt mál; í íslenskunni voru hljóð, sem latínan átti ekki
stafi til að tákna, en vel mátti samt bjargast við latínustaf-
rófið. En þess ber vel að gæta, að það var ekki miklu
óerfiðara að nota rúnir til þess, því að þar vantaði líka
í stafi fyrir sum íslensku hljóðin. í latínuletri vantaði
stafi fyrir þ (og ð) og fyrir hljóðvörpin. Þ tóku menn upp
úr rúnastafrófinu eða öllu heldur úr letri Engilsaxa — og
sama er að segja utn ð, sem síðar (um 1225) var tekið
upp þaðan; í fyrstu notuðu menn þ bæði fyrir þ og ð.
Menn fundu það brátt, hvað latínuletrið var ófull-
nægjandi, og því fann íslenskur fræðimaður — nafn hans
veit enginn — upp á því að semja »oss íslendingum«
stafróf; hann ljet eftir sig ritgjörð — samda um 1140—,
og hún hefur, sem betur fer, geymst. Hann tekur þ og
býr til tákn (reyndar að nokku eftir útlendri fyrirmynd)
fyrir hljóðvörpin osfrv. Vjer höfum það fyrir satt, að eftir
þessu hafi og rúnastafrófið, einsog það var þá, verið aukið
og endurbætt, og mundi Þóroddur rúnameistari, sem áður
var nefndur, líklegastur til þess. Bandrúnin -(j, au, var
gerð til þess að tákna ö (sem oft er skrifað au í hand-