Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 70
70
Sigfús Blöndal
og samróma heild. Og pví er pað, að ef maður ætlar
sér að reyna að skilja starfsemi Morrisar, að pví er ís-
lenzk fræði snertir. má ekki líta á hana út af fyrir sig,
heldur verður að líta á manninn allan; ef það er ekki
gert, er hættan á - að dómarnir um hann verði alveg
rangir.
Dað er andi miðaldalistanna, sem hefur hrifið Morris,
fyrst einmitt í þeirri mynd, sem hann birtist hjá Præ-
rafaelítunum,1) en smámsaman drózt hann nær og nær
íslandi. E>ýðingar og endursagnir Benjamíns Thorpe úr
miðaldabókmentum og pjóðsögum Norðurlanda voru hon-
um kunnar frá æskuárunum, og höfðu vakið hann til að
semja nokkur minni háttar rit. En pað er fyrst árið
1868 að hann fer að læra íslenzku hjá Eiríki Magnús-
syni, sem síðar varð bókavörður í Cambridge og dó par
1913, góðum íslendingi og lærðum manni, að íslenzku
bókmentirnar fara að verða meginpáttur í lífi hans, og
frjóvgandi aflvaki í störfum hans.
„The Lovers of Qudrun“ (Elskhugar Guðrúnar) í 3.
hluta hins mikla ljóðsögubálks hans „The Earthly Paradise"
(Hin jarðneska Paradís) er hér fyrsta aðalritið. Hann
hefur hér tekið efnið eftir Laxdæla sögu, sem Eiríkur
Magnússon benti honum á sem gott yrkisefni. En hann
hefur vikið frá sögunni f mörgum aðalatriðunum. í Lax-
dælu er Quðrún Ósvífrsdóttir áðalpersónan, en í fyrri
hluta sögunnar er mest talað um Kjartan Ólafsson, mann-
inn sem hún „unni mest og var verst“, og allt er tekið
fram, sem getur orðið honum til vegs og ætt hans.
Hinsvegar er ekki sagt eins mikið frá Bolla frænda hans
og fóstbróður. Samt má sjá, að höfundur sögunnar hefur
>) Svo kölluðust nokkrir ágælir enskir listamenn (og skáld),
sem tóku sér til fyrirmyndar málaralist eldri ítalska meistara á
undan Rafael. Auk Morrisar sjálfs voru þar helztu mennirnir
Burne Jones og Dante Gabriel Rossetti.