Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 74
74
Sigfús Blöndal
frásögnin um hana hefði ekki átt við í ensk söguljóð á
dögum Victoríu drottningar. En Kjartan græðir á því,
að pessu er sleppt í frásögninni, og pví verður hann
veglegri og göfugmannlegri hjá Morris en í sögunni. Og
Guðrún verður líkari konum nítjándu aldarinnar, en peirri
konu, sem Laxdæla lýsir. Við söknum í kvæði Morrisar
hinna frægu orða Guðrúnar, er hún fréttir víg Kjartans —
orð, sem máske eru höfð rétt eítir henni, eins og pau
voru töluð —, eða að minnsta kosti tilbúin í bezta sögu-
stíl; pað er par sem segir frá heimkomu Bolla eftir vígið.
„Guðrún gekk í móti honum, ok spurði hvat framorðið
væri. Bolli kvað pá nær nóni dags pess. Dá mælti
Guðrún: „Mikil verða hermdarverk, ek hefi spunnit tólf
álna garn, en pú hefur vegit Kjartan". — Að djúp geðs-
hræring er eins og hulin með kaldranaskap á yfirborð-
inu kemur ekki ósjaldan fyrir í íslendingasögum, og á
djúpar rætur í íslendingseðlinu. En í staðinn fyrir petta
lætur Morris Guðrúnu halda langt eintal yfir líki Kjartans.
En sérstaklega reynir hann pó að vanda sig á orðum
Bolla yfir Kjartani látnum; pað er langt mál og fallegt
hjá Morris, og góður skáldskapur, en ekkert af pví stend-
ur í sögunni. Hrefna, kona Kjartans, verður hjá Morris
miklu skýrari og henni er miklu nánar lýst en í sögunni.
Hér er auðsýnilegt, hvernig nútímaskáldið reynir að skilja
konur og ástalíf betur, og lýsa peim næmar og nákvæm-
ar, en miðaldaskáldin gerðu. Og Morris lætur sér ekki
detta í hug að fara að fjölyrða um æfiferil Guðrúnar eftir
lát Kjartans, — hann lætur sér nægja, að segja frá aðal-
atriðunum í fáeinum orðum, og endar svo með hinu
fræga og fagra samtali milli Guðrúnar og Bolla sonar
hennar, sem Laxdæla segir frá, par sem Guðrún játar að
lokum, að hún hafi verið verst peim manni, sem hún
unni mest.
„The Fostering of Aslaug“ („Uppfóstur Áslaugar“),