Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 75
William Morris og ísland
75
stutt ljóðsaga, sem líka finnst í „The Earthly Paradise“,
er eins og tilraun að stærra kvæði um skylt efni —, en
það kvæði kom síðar, og varð pað af kvæðum Morrisar,
sem margir telja bezta skáldrit hans „The Story of Sigurd
the Volsung and the Fall of the Niblungs" (Sagan af
Sigurði Fáfnisbana og falli Niflunga). Morris hefur kosið
að fara eftir norrænu sögunni, eins og hún er sögð í
Eddu og Völsungasögu, fremur en að taka til fyrirmynd-
ar j>ýzku söguna í Niflungaljóðum. Hér má nú oft sjá
hvað ágætlega Morris er að sér í íslenzkum fornbók-:
mentum, og hvað vel hann kann að fara með kunnáttu
sina, t. d. par sem hann notar vísur úr Völuspá í bana-
ljóð Gunnars í ormagarðinum. í pessu kvæði sést líka,
hvernig Morris reynir að draga úr pví, sem hrikalegt er
i frásögunum. Hann notar oft stuðla, og fer vel á pví,
en pó fylgir hann sjaldan peim reglum, sem ráða í ís-
lenzkri braglist. Deir sem eru kunnugir bragsnild Tenny-
son’s sjá fljótt, að Morris er honum skyldur á pví sviði,
og hefur líklega lært af honum.
Morris heldur ekki sögunni eins langt áfram og
Völsungasaga; hann lætur endinn verða pann að Guðrún
fleygir sér i sjóinn, er hún hefur hefnt bræðra sinna á
Atia, og tekur pví ekki neitt af síðustu hryllingunum hjá
Jörmunreki. Pessi útgángur fyrir Guðrúnu verður pví
einkar minnisverður og í rauninni skáldlegri en sam-
kvæmt Völsungasögu. Dessi forna saga er pví líka —
eins og við sáum með Laxdælu — löguð fyrir smekk
Englendinga á dögum Victoríu drotningar, en pað er
gert af mikilli list, og einkar vel og smekklega.
íslenzkra áhrifa gætir mjög í málfæri Morrisar, og
meir en hjá nokkrum öðrum enskum rithöfundi. Stund-
um eru svo mikil brögð að pessu, að enskan verður tor-
skilin, nema fyrir pá, sem pekkja íslenzku orðtækin, sem
Morris hefur haft í huga. Dannig er i „Lovers of Gud-